Heimili
Þriðjudagur 9. nóvember 2021
Forsíða

Sjöfn sviptir hulunni af nýja eldhúsinu sínu

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld sviptir Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi þáttarins hulunni af nýja drauma eldhúsinu sínu eftir gagngerar endurbætur. Sjöfn fékk Berglindi Berndsen innanhússarktitekt til að endurhanna og teikna fyrir sig nýtt drauma eldhús sem var að mestu leiti með upprunalegum innréttingum sem þó var búið að sprautulakka og flikka upp á en húsið er byggt árið 1972 og því komin tími á breytingar þar sem upprunalega innréttingin var búin að þjóna hlutverki sínu með sóma í áratugi.

Forsíða

Hér getur öll garðaútivist fjölskyldunnar farið fram

Í vor í þættinum Matur og Heimili fór Sjöfn Þórðar í garðaskoðun þar sem þrír ólíkir garðar voru komnir í vinnslu eftir hönnun Björns Jóhannssonar landslagsarkitekt hjá Urban Beat og framkvæmdin á verkinum í höndum Garðaþjónustunnar. Allir garðarnir þrír eru draumagarðar eigenda sinna og það má með sanni segja að enginn sé betur til þess fallinn að hanna draumagarðinn í samráði við eigendur enn einmitt Björn.

Fimmtudagur 4. nóvember 2021
Forsíða

Guðdómlega ljúffengar smákökur með vanillukremi og mjúkri miðju

Hér er á ferðinni uppskrift af guðdómlega ljúffengum smákökum með vanillukremi og mjúkri miðju sem þið eigið eftir að elska. Þessi uppskrift er úr smiðju Maríu Gomez, lífsstíls- og matarbloggara með meiru en hún sá kökur eins og þessar á kaffihúsi sem urðu innblásturinn að þessari uppskrift.

Þriðjudagur 2. nóvember 2021
Forsíða

Heimsreisu smakk fyrir bragðlaukana í Mathöll Höfða

Mat­höll Höfða sem staðsett er við Bíldshöfða 9, hefur tekið stakkaskiptum en Sólveig Andersen eigandi Mathallarinnar og hönnuður stóð í stórræðum í sumar og stækkaði Mathöllina umtalsvert með góðri útkomu. Veitingastöðunum hefur fjölgað úr átta í tíu sem er kærkomið og það má með sanni segja að hægt sé að fara í heimreisusmakk og matarflóran blómstrar í höllinni. Sjöfn Þórðar heimsækir Sólveigu í Mathöllina og fær innsýn í stækkunina og breytinguna sem henni fylgdi.

Forsíða

Hvað verður um frauðplastkassanna?

Umhverfisvernd er eitt af stærstu verkefnum samtímans og Bónus leggur sitt af mörkum og sýna um leið samfélagslega ábyrgð í verki. Í daglegum rekstri huga stjórnendur Bónus að því hvað má betur gera í endurnýtingu og á tímum aukinnar vitundavakningar er vert að benda á það sem vel er gert.

Nú er Bónus til að mynda í tilrauna samstarfsverkefni við fyrirtækin Terra og Tempra um endurnýtingu á frauðplastkössum. Sjöfn Þórðar heimsækir Baldur Ólafsson markaðsstjóra Bónus og fræðist frekar um þetta áhugaverða tilraunaverkefni.

Forsíða

Náttúrulegar sápur úr hráefnum sem falla til

Náttúrulegar sápur sem bera heitið Baða Reykjavík er ávöxtur samstarfsverkefnis sem Bónus og Baða Reykjavík standa fyrir með það að leiðarljósi að framleiða umhverfisvænar og náttúrulegar gæða baðvörur á góðu verði sem innihalda hráefni sem fellur til í matvælaframreiðslu og í matvörubúðum og stuðla að samfélagslegri ábyrgð.

Laugardagur 30. október 2021
Forsíða

Piparkökusjeik með karamellum sem þú verður að prófa

Girnilegir drykkir bornir fram í háum og skemmtilegum glösum gleðja mannskapinn og nú er lag að nýta piparkökurnar ljúffengum sem komnar eru í matvöruverslanir á margbreytilegan hátt.

Miðvikudagur 27. október 2021
Forsíða

Ómótstæðilega ljúffeng Draugakaka

Hrekkjavakan er framundan og hér kemur skemmtileg útfærsla af draugaköku úr smiðju Berglindar Hreiðars köku- og matarbloggara með meiru sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar sem allir ættu að geta gert. Hér nýtir hún djölfatertubotn sem er silkimjúkur og áferðin ómótstæðileg og gerir kökuna syndsamlega góða.

Þriðjudagur 26. október 2021
Forsíða

Glæsileg híbýli með stórbrotnu útsýni sem á sér engan líka

Náttúruperlan Vestmannaeyjar hefur uppá fjölmargt að bjóða hvort sem um er að ræða afþreyingu, matarupplifanir eða fallega staði sem fanga augað. Hjónin Kristján Gunnar Ríkharðsson og Margréti Skúladóttur Sigurz kynntust Vestmannaeyjum vel þegar þau fylgdu börnunum sínum eftir í keppnisferðum gegnum íþróttaiðkun ár eftir ár og heilluðust svo mikið að úr varð að Kristján keypti þar hús á einum fallegasta útsýnisstað eyjunnar.

Forsíða

Strangheiðarleg matargerð og skapandi umhverfi á GOTT

Í hjarta miðbæjarins í Vestmannaeyjum er veitingahúsið GOTT sem er þekkt fyrir að vera heilsusamlegt og skapandi veitingahús fyrir alla fjölskylduna. Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason fyrrum landsliðskokkur og matreiðslumeistari eiga og reka veitingastaðinn GOTT þar sem ástríðan í matargerðinni og þjónustulundin ræður ríkjum. Sjöfn heimsækir Sigurð á Gott og fræðist frekar um tilurð staðarins, áherslur þeirra í matargerðinni og lífið í Eyjum.