Heimili
Mánudagur 27. september 2021
Forsíða

Himneskir pizzahálfmánar sem gleðja unga sem aldna – fullkomið nesti

Þessa dagana er það nesti barnanna sem tekið er til á mörgum heimilum á morgnana og stundum virðist alltaf vera hið sama sem fer í nestisboxið. Því er ávallt gaman að fá góðar hugmyndir og gera stundum dagamun á nestinu og læða einhverju gómsætu sem gleður lítil hjörtu. María Gomez lífstíls- og matarbloggari sem heldur úti síðunni paz.is er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gleðja matarhjörtu bæði lítil sem stór. Hér er komin ljúffengt uppskrift af pizzuhálfmánum sem erfitt er að standast sem er einfalt að gera og enn auðveldara að njóta.

Laugardagur 25. september 2021
Forsíða

Bleikur Cosmopolitan fyrir kosningapartýið steinliggur

Hér kemur einn æðislegur kokteill fyrir kosningapartýið í kvöld sem steinliggur. Ekki skemmir fyrir að hafa hann bleikan og gleðja bæði augu og bragðlauka á skemmtilegan hátt. Berglind okkar Hreiðars einn vinsælasti matar-og kökubloggari landsins hjá Gotterí og gersemar er með puttann á púlsinum þegar kemur að drykkjarföngum í partýið líkt og partýréttunum. „Ég er auðvitað soddan sælkeri að ég mátti til með að sæta þennan drykk aðeins upp með því að setja sykur á barminn á glasinu en að sjálfsögðu megið þið sleppa því ef þið viljið bara hinn hefðbundna Cosmopolitan drykk,“segir Berglind og nýtur þess að útbúa litríka og skemmtilega drykki þegar tilefni er til.

Fimmtudagur 23. september 2021
Forsíða

Hinn fullkominn morgunverður – rjómaþeytt jógúrt á hæstu hæðum

Hér erum við komin með hinn fullkomna morgunverð eða jafnvel hádegisverð eða millimál. Þessi frábæra samsetning með rjómaþeytta jógúrtinu er líka sniðug til að setja í minni ílát og hafa á morgunverðarhlaðborði stórfjölskyldunnar eða í dögurðinn.

„Þessi rjómaþeytta gríska jógúrt var svo góð að það var slegist um skálarnar hér á þessu heimili,“segir Berglind Hreiðars okkar og bæti því við að það muni ekki líða að löngu þar til hún gerir þessa dásemd aftur. Hægt er að fylgjast með Berglindi á bloggsíðunni hennar Gotterí og gersemar.

Þriðjudagur 21. september 2021
Forsíða

Reynir Pétur hefur ástríðu af því að rækta tómata

Sólheimar eru vagga lífrænar ræktunar á Íslandi og almennt er talið að upphaf lífrænnar ræktunnar, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig á Norðurlöndum hafi verið á Sólheimum.

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar, Reynir Pétur Steinunnarson í Garðyrkjustöðina Sunnu á Sólheimum og fær innsýn í ræktunina sem þar fer fram og ástríðu Reynis Péturs á starfi sínu í garðyrkjustöðinni. Reyni Pétur er landsmönnum vel kunnugur fyrir hina frægu göngu sína, hringinn kringum Íslands fyrir 36 árum síðan og að eigin sögn unnir hann hag sínum allra best í gróðurhúsinu að hlúa að tómataræktuninni.

Forsíða

Eldhúsið hjá Sjöfn tekið í gegn og endurhannað

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld bregður þáttastjórnandinn, Sjöfn Þórðar út af vananum og býður áhorfendum heim í eldhúsið sitt. Sjöfn hefur ákveðið að fara í framkvæmdir og umbylta eldhúsinu sem er með upprunalegum innréttingum hússins frá árinu 1972. Hún hefur fengið til liðs við sig innanhússarkitektinn Berglindi Berndsen til hanna og teikna fyrir sig þar sem notagildið og fagurfræðin verður í fyrirrúmi.

Sunnudagur 19. september 2021
Laugardagur 18. september 2021
Forsíða

Guðdómlega ljúffengur kjúklingarréttur sem bragð er af

Á haustin er svo gaman að útbúa ljúffenga rétti í eldhúsinu sem bragð er af og allir kunna að njóta. Hér erum við komin með uppskrift af guðdómlega ljúffengum kjúklingarétt sem bæði krakkar og fullorðnir elska. Þessi er úr smiðju Maríu Gomez matar- og kökubloggara með meiru sem heldur úti síðunni paz.is