Heimili
Þriðjudagur 8. febrúar 2022
Forsíða

Splunkunýr veitingastaður opnar í Urriðaholtinu

Matar- og menningarflóran blómstrar á Íslandi sem aldrei fyrr. Þó nokkrir veitingastaðir hafa opnað í úthverfum höfuðborgarinnar við mikinn fögnuð úthverfisíbúana enda kærkomið að geta farið út að borða í sínu hverfi. Í Urriðaholtinu hefur opnað nýr og glæsilegur bar og veitingastaður, 212 – Bar & Bistró sem hugsaður er fyrir alla fjölskylduna. Mæðgurnar Helga Ólafsson athafnakona og Katrín Ólafsson eiga og reka staðinn ásamt Jóni Bjarna og Fannari.

Forsíða

Rísandi sjónvarpsstjarna sem elskar plötuhornið

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar Kolbrúnu Maríu heim í nýju fallegu íbúðina þeirra Arnórs sem staðsett í nýja hverfinu, Hlíðinni við Valsheimilið á Hlíðarenda. Það er stór áfangi þegar fjárfest er í fyrstu eigninni og mikil upplifun að sjá unga fólkið koma sér fyrir og rugla saman reitum. Þau hafa komið sér vel fyrir og á heimili þeirra er hlýleikinn og persónulegur stíll þeirra í forgrunni. Litirnir á veggjunum eru með rómantísku ívafi og fanga augað.

Þriðjudagur 1. febrúar 2022
Forsíða

Draumur Jóa Fel verður að veruleika

Jóhannes Felixson, hinn landskunni bakari og sælkeri með meiru, sem alla jafna er kallaður Jói Fel, hefur ekki gert neitt annað frá því að hann man eftir sér en að baka og elda. Ástríða Jóa er bakstur og eldamennska og í eldhúsinu líður honum best. Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar Jóa Fel í Listhúsið við Engjateig þar sem Jói stendur í ströngu og er að undirbúa opnun á nýjum veitingastað.

Forsíða

Rómantískt og fallegt heimili í náttúruparadís

Á Suðurlandi í útjaðri við Selfoss í fallegu einbýlishúsi býr María Auður Steingrímsdóttir fagurkeri og stórfjölskyldumóðir ásamt fjölskyldu sinni. Í þættinum Matur og Heimili heimsækir Sjöfn Þórðar Maríu í sveitina og innsýn í heimilisstíl hennar og lífið í sveitinni. María hannaði og teiknaði húsið sjálf í samráði við arkitekt með glæsilegri útkomu og má segja að heimilisstíll hennar sé sambland af rómantískum sveitastíl og ítölskum stíl.

Þriðjudagur 25. janúar 2022
Forsíða

Skandinavískur, módernískur og fúnkis stíll á heimili Guðnýjar

Guðný Magnúsdóttir leirlistakona hefur mikinn áhuga á listhandverki, hönnun og myndlist og ber hennar fallega og listræna heimili þess sterk merki.

Forsíða

Lífsstíll sem eykur vellíðan, orku og úthald

Ingi Torfi Sverrisson og unnusta hans Linda Rakel Jónsdóttir tóku u-beygju í lífinu þegar þau sögðu upp öruggum störfum og stofnuðu eigið fyrirtæki, ITS og fylgdu ástríðu sinni eftir. ITS sérhæfir sig í því að þjálfa og leiðbeina fólki að ná tökum á mataræði sínu með macrosmataræði.

Þriðjudagur 18. janúar 2022
Forsíða

Frumkvöðlar í þróun á témphe á Íslandi

Janúar er mánuðurinn sem gjarnan er kallaður veganúar og íslenskum grænkerum fjölgar ár hvert. Fjölbreytni af grænkeraréttum og vistvæni matvöru fer ört vaxandi og hefur aldrei verið meiri. Vegangerðin er eitt frumkvöðlafyrirtækið sem framleiðir græna íslenska matvöru án dýrafurða.

Frumkvöðlarnir Atli Stefán Yngvason og Kristján Thors stofnuðu og eiga Vegangerðina. Þeir leiddu saman krafta sína og þekkingu og eru að framleiða og selja vistvæna matvöru sem inniheldur engar dýraafurðir úr íslensku hráefni svo hægt sé að lágmarka kolefnisspor.

Forsíða

Inga Lind skorar á Áslaugu að borða augað úr sviðakjammanum

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld hittir Sjöfn Þórðar, Garðbæingana, athafnakonurnar og gleðigjafana þær Áslaugu Huldu Jónsdóttur og Ingu Lind Karlsdóttur heima í eldhúsinu hjá Áslaugu Huldu þar sem Sjöfn kemur færandi hendi með þorramat eins og hann gerist bestur. Þær stöllur er vanar að mæta á hið árlega Þorrablót Stjörnunnar en ekkert blót er framundan nú á Bóndadag líkt og í fyrra.

Þriðjudagur 11. janúar 2022
Forsíða

Innblástur frá Japan og Perú í ævintýralegri upplifun

Veitingastaðurinn Monkeys opnaði síðla sumars á síðasta ári í stórglæsilegu húsnæði í hjartagarðinum við Klapparstíg. Hönnunin á staðnum er bæði skemmtileg og ævintýraleg þar sem hlýleikinn og frumskógurinn er í forgrunni. Sjöfn Þórðar heimsækir staðinn í þættinum Matur og Heimili og hittir þá félaga Gunnar Rafn Heiðarson veitingastjóra og Snorra Grétar Sigfússon yfirkokk staðarins en báðir eru þeir meðal eigenda og fær innsýn í hönnun staðarins og matargerðina.

Forsíða

Stórglæsileg penthouse-íbúð á Mýrargötunni í mínímalískum stíl

Bryndís Stella Birgisdóttir innanhússhönnuður og fagurkeri, sem ávallt er kölluð Stella, ásamt manninum sínum Jakobi Helga Bjarnasyni fengu sér penthouse íbúð á Mýrargötunni sem var tilbúin til innréttingar síðastliðið vor. Hún stendur á besta stað í hjarta miðbæjarins, á horninu á Mýrargötu og Seljalandsvegi þar sem útsýnið skartar sínu fegursta og mannlífið iðar að lífi.

Þriðjudagur 4. janúar 2022
Forsíða

Leyniuppskrift bak við pizzadeigið og sérlærður pizzubakari við störf

Við Hótel Valaskjálf á Egilstöðum er staðsettur einkar glæsilegur og hlýlegur veitingastaður sem einnig eru í eiga fjölskyldu Sigrúnar og nýtur mikilla vinsælda. Glóð Restaurant er með notalegt andrúmsloft og hlýleika sem umlykur matargesti. Hönnunin á staðnum vekur eftirtekt þar sem listin og litirnir fanga augað. „Hér höldum við áfram að leika okkur með litina, litirnir gleðja og vekja vellíðan,“segir Sigrún og bætir við að það sé þeirra sérkenni á öllum þeirra stöðum.

Forsíða

Aftur til fortíðar – amerískur andblær og rómantík með mjólkurhristing í hönd

Á Egilsstöðum er hinn stórglæsilegi veitingaskáli Diner starfræktur. Staðurinn hefur verið innréttaður í anda sjötta áratugarins (50´s) að amerískri fyrirmynd og sannarlega lífleg upplifun að koma þangað inn og upplifa stemninguna. Þarna er auðveldlega hægt að hverfa til fimmta áratugarins og njóta girnilegra rétta. Hver man ekki eftir Grease bíómyndinni sígildu sem kom út árið 1978, bíómynd sem eldist merkilega vel og má með sanni segja að þessi skemmtilegi veitingastaður sé að hluta til í anda Grease kvikmyndinnar sem höfðaði vítt og breitt til stórs aldurshóps hér á árum áður.