Heimili
Miðvikudagur 8. september 2021
Forsíða

Ekta Canneloni sem fjölskyldan elskar

Pastaréttir eru ekta fjölskylduréttir og eiga vel við þegar haustið og hefðbundin rútína er um garð gengin. Það skemmtilega við pastarétti er að það er hægt að útfæra þá með ýmsum hætti. Berglind Hreiðars köku- og matarbloggari með meiru sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar er iðin að útbúa sælkerarétti fyrir fjölskylduna og hér er hún með eina útfærsluna af ljúffengum Canneloni pastarétti sem steinliggur.
Þriðjudagur 7. september 2021
Forsíða

Hinrik og Viktor grilla hina fullkomnu steik – truffluð alla leið

Alla langar til að geta framreitt hina fullkomnu steik á grillinu og enn skemmtilegra að geta framreitt gómsætt meðlæti sem toppar máltíðina. Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson eru margverðlaunaðir matreiðslumenn sem eiga og reka Sælkerabúðina eru liprir á grillinu og luma á töfraráðum þegar kemur að því að grilla. Þeir félagar gáfu til að mynda út bókina GRILL í sumar. Sjöfn heimsækir þá félaga á pallinn og fær þá til að gefa góð ráð fyrir grill- og eldunaraðferðir og töfra fram hina fullkomnu steik ásamt meðlæti sem enginn stenst.

Forsíða

Metnaðarfullur garður með öllum helstu nútímaþægindum

Í vor fór Sjöfn Þórðar í þættinum Matur og Heimili í garðaskoðun þar sem þrír ólíkir garðar voru komnir í vinnslu og framkvæmdir rétt að hefjast eftir hönnun Björns Jóhannssonar landslagsarkitekts hjá Urban Beat og framkvæmdin í umsjón hjá Garðaþjónustunni. Í kvöld fáum við að sjá afrakstur sumarsins og útkomuna á fyrsta garðinum af þremur. Sjöfn hittir þá Björn Jóhannssson og Hörð Lúthersson verkstjóra hjá Garðaþjónustunni og fær að sjá einn af draumagörðunum sem hannaður var í samráði við eigendur og óskir þeirra.

Mánudagur 6. september 2021
Laugardagur 4. september 2021
Forsíða

Tveir heimar mætast með sitt besta útspil inn á heimilið

Spennandi hlutir að gerast á næstunni en í október kemur glæný lína frá IKEA sem er sérhönnuð fyrir tölvuleikjaspilara. Línan inniheldur fjölbreytt vinnuvistvæn húsgögn og hagnýta aukahluti sem hannaðir eru til að gera leikvöllinn betri á sama tíma og hann passar inn á heimilið þitt. Línan er hönnuð í samstarfi við Republic of Gamers, ROG, og er gerð til að auðvelda þér að útbúa draumaaðstöðu með toppsætinu.

Fimmtudagur 2. september 2021
Forsíða

Hægeldað naut í rauðvínssósu sem sprengir allan skalann

Haustinu fylgir nýr ilmur og brögð úr eldhúsinu og ekkert betra en hægeldaður pottréttur sem hlýjar. Eldamennskan breytist einhvern vegin eins og haustlitirnir og nýir víddir opnast í sköpunargleðinni. Berglind okkar Hreiðars köku- og matarbloggari með meiru er komin í haustgírinn í eldhúsinu og bauð fjölskyldunni uppá þennan dýrinds pottrétt, hægeldað naut í rauðvínssósu sem hreinlega sprengir allan skalann með gamaldags kartöflumús.

Þriðjudagur 31. ágúst 2021
Forsíða

Leyndardómarnir í smurbrauðs- og matargerðinni á Matkránni

Matarflóran blómstrar sem aldrei fyrr víðs vegar um landið og í Hveragerði er að finna huggulegt veitingahús þar sem smurbrauðið fer með aðalhlutverkið ásamt girnilegum aðalréttum og eftirréttum. Hér um að ræða veitingastaðinn Matkrána sem er í eigu tveggja reynslumikilla veitingamanna þeirra Guðmundar Guðjónssonar og Jakobs Jakobssonar sem stofnuðu og ráku hið virta og margrómaða veitingahús Jómfrúna í Reykjavík í um það bil tuttugu ár í miklum blóma.

Sjöfn Þórðar heimsækir Guðmund og Jakob á Matkránna og fær innsýn í það sem þeir eru að gera á Matkránni. Þeir Guðmundur og Jakob eru fluttir í sveitina og njóta þess að nýta afurðir og uppskeru úr nærumhverfinu í matargerð sína og bakstur. Þeir seldu Jómfrúnna fyrir nokkrum árum og eftir fjögurra ára hlé í veitingabransanum, sumarið 2019, ákváðu þeir að byrja að nýju með því að innrétta og hanna veitingahús, Matkrána í hjarta blómabæjarins Hveragerðis.

Forsíða

Matar- og menningarlífið blómstrar í Tryggvaskála sem aldrei fyrr

Tryggvaskáli er elsta hús Selfoss og er saga þess samofin bænum hvort sem litið er til sögu hans eða umhverfis og er hann kennileiti fyrir bæjarstæði. Skálinn var reistur árið 1890 sem skáli fyrir brúarsmíðina fyrir forgöngu Tryggva Gunnarssonar og er við hann kenndur. Árið 1901 hófst veitingarekstur í húsinu og þar var einnig rekið gistiheimili. Húsið var fyrst stækkað með viðbyggingu árið 1902 og síðan hefur margoft verið byggt við Tryggvaskála, síðast árið 1934. Það er því ánægjulegt að sjá að 120 árum síðar er enn veitingarekstur í skálanum og matar- og menningarlífið blómstrar í Tryggvaskála sem aldrei fyrr. Þeir Tómas Þóroddsson veitingamaður og Ívar Þór Elíasson matreiðslumaður tóku við rekstri skálans ásamt Margréti Rán Guðjónsdóttur, í maí síðastliðnum. Sjöfn heimsækir þá félaga og fær söguna bak við tilurð þess þeir ákváðu að fara í þennan rekstur saman og tækifærin sem þeir sjá í rekstrinum.