Heimili
Þriðjudagur 13. september 2022
Forsíða

Sjöfn heimsækir Vesturbúðir út í Flatey á Breiðafirði

Sjónvarpsþátturinn Matur og heimili verður að vanda á dagskrá Hringbrautar í kvöld. Að þessu sinni leggur Sjöfn Þórðar leið sína út í Flatey í Breiðafirði sem er mikil náttúruperla og þar er finna elstu þorpsmynd landsins. Sjöfn heimsækir hjónin Hörð Gunnarsson og Jónu Dísu Sævarsdóttur og fjölskyldu þeirra heim í ævafornt býli, Vesturbúðir.

Þriðjudagur 6. september 2022
Forsíða

Sjöfn skoðar tvo fallega og vandaða hönnunargarða

Lífsstílsþátturinn Matur og heimili í umsjón Sjafnar Þórðardóttur verður að vanda á dagskrá Hringbrautar í kvöld. Sjöfn er alltaf með puttann á púlsinum og að þessu sinni skoðar hún meðal annars tvo afar fallega og vel hannaða garða, sem á sérstaklega vel núna í þessari viku sem margir telja líklega síðustu sumarvikuna.

Þriðjudagur 30. ágúst 2022
Forsíða

Hinn fullkomni hamborgari varð til heima í eldhúsinu

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn glænýjan og metnaðarfullan hamborgarastað sem ber heitið Beef & Buns í Mathöll Höfða. Maðurinn bak við staðinn er Máni Snær Hafdísarson sálfræðingur og aðaleigandi staðarins en hann þróaði sinn drauma hamborgara á nokkrum árum á meðan hann var í námi í Kaupmannahöfn.

Forsíða

Sumarkjóla- og freyðivínshlaupið sló í gegn

Á dögunum fór þar fram sannkallað gleðihlaup ,Sumarkjóla- og freyðivínshlaupið, sem var haldið í annað sinn en fyrsta hlaupið fór fram í ágúst 2019. Konur sem eiga heiðurinn af því að Prosecco-hlaupið svokallað varð að raunveruleika eru þær Birna Jónsdóttir og Rakel Jóhannsdóttir.

Þriðjudagur 23. ágúst 2022
Forsíða

Upplifun sem á sér enga líka í Bjórböðunum

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar hin margrómuðu Bjórböð og Bruggsmiðjuna Kalda á Árskógsströnd sem tilheyrir Dalvíkurbyggð. Bjórböðin eru hluti af starfsemi Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi sem stofnuð var árið 2006 af hjónunum Agnesi Önnu Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafssyni. Sagan um úrræðagóðu hjónin á Árskógssandi sem veita fjölda manns vinnu er orðin alþekkt hérlendis og þessi einstöku bjórböð hafa laða að.

Þriðjudagur 16. ágúst 2022
Forsíða

Lúxus gisting í Eyfirskri sveit - Íslandsbærinn

Í þættinum Matur og heimili í kvöld leggur Sjöfn Þórðar leið sína norður í Eyjafjarðarsveit í nánd við Akureyri og heimsækir Heiðdísi Pétursdóttur í Íslandsbæinn Old Fram. Íslandsbærinn er ný uppgerður fjögurra bursta bær, byggður að gömlum stíl, stórglæsilegur og býður upp á lúxusgistingu á einstökum stað í Hrafnagili.

Sjöfn heimsækir Heiðdísi sem á Íslandsbæinn ásamt fjölskyldunni sinni og sér um daglega rekstur. Heiðdís þekkir sögu hússins vel og hefur tekið ástfóstri við að gera Íslandbæ af rómantískir lúxusgistingu þar sem gamli og nýi tíminn mætast.

Forsíða

Listakonan sem ræktar býflugur í Eyjafjarðarsveitinni

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar líka listhúsið Dyngjuna sem er við fjallsrætur Kerlingar í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit. Konan bak við Dyngjuna er Guðrún Hadda Bjarnadóttir myndlistakona og veflistakona, sem ávallt er kölluð Hadda.

Þriðjudagur 9. ágúst 2022
Forsíða

Mathöll Gróðurhússins býður uppá ævintýralega matarupplifun

Í þættinum Matur og Heimili leggur Sjöfn Þórðar leið sína í Blómabæinn og heimsækir Mathöllina í Gróðurhúsinu. Þar er að finna fjölbreytt úrval veitingastaða sem bjóða upp á ólíka rétti sem gleðja bragðlaukana. Mikil stemning ríkir í Mathöllinni og matarástin fær svo sannarlega að njóta sín í þessu suðræna og ævintýralega umhverfi.

Forsíða

Ævintýraleg lífsstíls upplifun gesta með suðrænu ívafi í Gróðurhúsinu

Nýtt lífsstíls hótelið opnaði í Gróðurhúsinu i í Hveragerði í desember á síðasta ári og hefur blómstrað síðustu mánuði. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem höfðar bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna líka að finna mathöll, bar, lífstílsverslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð svo fátt sé nefnt.