Heimili
Þriðjudagur 22. mars 2022
Forsíða

Elskar rómantískan stíl með frönskum áhrifum

María Gomez er mikill fagurkeri og á einstaklega fallegt og fágað heimili. María á og rekur vefsíðuna paz.is og instagram reikninginn @paz.is þar sem hún sýnir meðal annars innblásnar heimilishugmyndir. Á miðlunum sínum fær hún útrás fyrir allt það sem henni þykir gaman að gera.

Þriðjudagur 15. mars 2022
Forsíða

Rut Kára hannaði og opnaði sína eigin draumaísbúð

Í desember síðastliðnum opnaði einn okkar vinsælasti og þekktasti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, nýja og glæsi­lega ísbúð í Hvera­gerði ásamt eig­in­manni sín­um Kristni Arn­ar­syni. Bongó heit­ir ísbúðin og er það nafn með rentu. Bongó er til húsa í hinu nýopnaða Gróður­húsi, sem er hið glæsi­leg­asta.

Forsíða

Suðræn og ævintýraleg stemning innan um pálmatrén í Gróðurhúsinu

Gróðurhúsið opnaði í Hveragerði í desember síðastliðnum og má segja að lífið þar hafi dafnað og vaxið síðustu vikur og mánuði. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem höfðar bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, lífstílsverslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð. Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar Gróðurhúsið og hittir Brynjólf Baldursson einn eiganda og fær að heyra um tilurð Gróðurhússins og hugmyndafræðina bak við það.

Þriðjudagur 8. mars 2022
Forsíða

Hulunni svipt af sumarsamloku Lemon í ár

Nú styttist óðum í að Lemon bjóði upp á nýja holla samloku sem þróuð var í samstarfi við Sjöfn Þórðar matgæðing og þáttastjórnanda þáttarins Matur & heimili á Hringbraut.

Forsíða

Leyni eftirrétturinn hennar Valgerðar sem heillaði Sjöfn upp úr skónum

Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi í Reykjavík og lífskúnstner býður Sjöfn Þórðar heim í forréttaveislu í þættinum Matur og heimili í kvöld. Valgerður nýtur þess að fá góða vini í mat og segist oft ekki hafa langan tíma til að galdra eitthvað guðdómlegt fram

Þriðjudagur 1. mars 2022
Forsíða

Matarástríðan tengdi fjölskyldurnar saman

Í þættinum Matur og heimili í kvöld fáum við að kynnast íranskri matarhefð og menningu eins og hún gerist best. Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi og formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs kynntist nýrri matarmenningu eftir að ung írönsk hjón leigðu íbúðina á jarðhæðinni hjá henni. Karen segir að matarástríðan hafi tengt þau saman í orðsins fyllstu merkingu.

Þriðjudagur 22. febrúar 2022
Forsíða

Eldhúsdrottningin fullkomnar baunasúpuna fyrir sprengidag

Í tilefni þess að framundan er Sprengidagur og hefð er fyrir því að elda matarmikla og ljúffenga baunasúpu, saltkjöt og baunir – túkall, heimsækir Sjöfn Þórðar, Kristínu Edwald hæstaréttarlögmann hjá LEX í eldhúsið hennar þar sem Kristín ætlar að elda sína uppáhalds baunasúpu.

Forsíða

Uppáhalds fyllingarnar í bollurnar hennar Elenoru

Bolludagurinn í nánd og margir taka forskot á sæluna og eru byrjaðir að baka og raða í sig bollum. Heimatilbúnar bollur eru ávallt vinsælar og margir eiga sína uppáhalds bolluuppskrift og fyllingu. Í þættinum Matur og Heimili í kvöld kemur Elenora Rós Georgsdóttir bakari og metsöluhöfundur í heimsókn í eldhúsið til Sjafnar Þórðar.

Þriðjudagur 15. febrúar 2022
Forsíða

Ævintýralegt útsýni úr gömlu verbúðunum við Höfnina

Við Reykjavíkurhöfn er veitingastaðurinn Höfnin þar sem lögð áhersla á klassískan íslenskan mat sem færður er í nútímalegan búning og er fiskurinn í forgrunni. Í þættinum Matur og Heimili, heimsækir Sjöfn staðinn og hittir Brynjar Eymundsson matreiðslumeistara og einn eiganda staðarins. Sjöfn fær að heyra um tilurð staðarins, sögu hússins og áherslurnar í matargerðinni sem er margrómuð.

Brynjar, eiginkona hans, Elsa, og fjölskylda settu staðinn upp vorið 2010. Sérstaklega var hugað að því að viðhalda tíðaranda og sál hússins sem er mikil en sægrænu húsin við Suðurbugtina eru byggð á árunum kringum 1930 og þjónuðu sem beitningaskúrar, netageymslur og verbúðir fram yfir aldamótin síðustu.