Heilsa
Föstudagur 24. apríl 2015
Heilsa

Prófið kókosolíu í stað sykurs

Gott og vel; við skulum viðurkenna það öll! Löngun okkar í sykur er eilíflega til staðar og aðeins spurning hversu lengi og hvernig við getum haldið henni niðri. Þá er að hugsa út fyrir hringinn, láta sér til dæmis detta í hug að smakka á kókosolíu.
Þriðjudagur 21. apríl 2015
Heilsa

Ofgnótt bætiefna eykur líkur á krabba

Of mikil neysla á vítamínum og bætiefnum eykur ekki hreysti líkamans heldur getur hún haft þveröfug áhrif að því er vísindamaðurinn Tim Byers segir eftir að hafa rannsakað inntöku fólks á þessum efnum í yfir tuttugu ár.
Sunnudagur 19. apríl 2015
Heilsa

Kaffi gagnast gegn brjóstakrabba

Kaffi virðist vera bótamenn kvenna sem barist hafa við brjóstakrabbamein að því er sænskir og breskir vísindamenn telja eftir að rannsakað áhrif koffeins á krabbameinsfrumur. Þeir telja að kaffi geti komi í veg fyrir að konur, sem fengið hafa brjóstakrabbamein, fái það aftur. Ástæðuna rekja þeir til þess að efnin í kaffibaunum loki boðleiðum sem krabbameinsfrumur þurfa á að halda til að vaxa.
Fimmtudagur 16. apríl 2015
Heilsa

Æ fleiri nota heilun sem slökun

Hrönn Friðriksdóttir heilari var gestur heilsu- og útivistarþáttarins Lífsstíls á Hringbraut í vikunni að sagði þar frá auknum áhuga almennings á heilun og hversu margir sæktu nú orðið í þessa hugarorku sem hvert annað dekur, afslöppun og dægradvöl.
Þriðjudagur 14. apríl 2015
Heilsa

Á fjallahjóli á áttræðisaldri

Jón Hjartarson, sem lengi var skóla- og fræðslustjóri á Suðurlandi, sagði frá því í þættinum Lífsstíl í gærkvöld hvernig hann skipti um ham á miðjum aldri og byrjaði að stunda fjallahjólreiðar af kappi. Barátta við krabbamein og síðar krankleiki í mjöðm varð til þess að hugsaði sinn gang um fimmtugt og afréð að verða sér úti um dægradvöl sem yki á lífsgæði hans og hamingju.
Sunnudagur 12. apríl 2015
Heilsa

Heimalagað snakk fyrir krakka

Á netsíðu Heilsuhússins er að finna margt fróðlegt til að mynda þessa uppskrift. Það er mikilvægt að koma hollustu í litla kroppa en það getur reynst snúið og stundum þarf að hugsa út fyrir boxið til að ná að koma t.d. bráðhollu grænkáli í blessuð börnin.