Heimili
Laugardagur 15. júní 2019
Heimili

Ómótstæðilega freistandi púðursykurmarengs hnallþóra á 17. júní

Flest okkar höldum við í ákveðnar hefðir og siði þegar kemur hátíðisdögum eins og páskum, jólum, sumardeginum fyrsta og svo lengi mæti telja. Framundan er þjóðhátíðardagur okkar Íslendingar, 17.júní og tilefni þess heimsækir Sjöfn Þórðar sælkera og fagurkera sem njóta þess að halda í góða siði og venjur og líka að búa til nýjar hefðir fyrir næstu kynslóðir. Að þessu sinni heimsækir Sjöfn, Berglindi Hreiðarsdóttur matar- og kökubloggara með meiru sem er einn af okkar beztu bökurum landsins. Berglind segir okkur frá sínum hefðum og siðum í tengslum við 17. júní í bernsku. Einnig ljóstrar Berglind upp hvað hún ætlar að baka í tilefni dagsins og gefa okkur uppskriftina.
Föstudagur 14. júní 2019
Heimili

Hæ, hó jibbí jei – hvað ætlar þú að gera á 17. júní?

Framundan er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, 17.júní og í tilefni þess fengum við Albert Eiríksson matarbloggara og fagurkera með meiru til að segja okkur frá sínum hefðum og siðum í tengslum við 17. júní. Einnig fengum við Albert til að gefa okkur nokkrar hugmyndir um hvað er hægt að gera til að gleðjast saman og fagna þjóðhátíðardeginum.
Fimmtudagur 13. júní 2019
Heimili

Heimsins bezta bananabrauðið frá hrefnu rósu sætran

Þessi dásamlega uppskrift af bananabrauði frá Hrefnu Rósu Sætran kokki og veitingahúsaeiganda er ein sú einfaldasta í heimi og bananabrauðið er ótrúlega ljúffengt, beint úr ofninum, mjúkt undir tönn og gleður bragðlaukana. Það nýjasta sem Hrefna Rósa býður okkur upp á eru heimilisuppskriftir sem hún setur inn á Instagramið sitt. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, uppskriftir sem eru einfaldar, flóknar, fjölbreyttar og alls konar. Hrefna Rósa mun galdra fram hina frumlegustu eða einföldustu rétti, eftir dagsforminu að hverju sinni. Eins og hún segir orðrétt: „Bara það sem mér dettur í hug. Þessi herlegheit set ég svo í highlight á Instagram þar sem þið getið alltaf kíkt á innkaupalistann , mynd af hráefninu og svo smá videó af aðferðinni,“ segir Hrefna Rósa. Uppskriftin af bananabrauðinu er eitt af því sem hún bauð fylgjendum sínum upp á, á dögunum.
Miðvikudagur 12. júní 2019
Heimili

Íslensk hönnun og húsgögn í suðurstofu bessastaða – „eigum að vera stolt af því sem er hannað og framleitt hér á landi“

Síðastliðinn föstudag tók Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, við íslenskum húsgögnum sem verða til sýnis og notkunar í suðurstofu Bessastaða. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir samtökin fagna því að einn af sölum Bessastaða hafi verið helgaður íslenskri hönnun og húsgagnagerð. Sigurður er gestur Sigmundar Ernis í frétta- og umræðuþættinum 21 á Hringbraut í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 21:00.
Heimili

84 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldust undir ásettu verði

Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs seldust 84 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði í apríl. Í skýrslunni er einnig greint frá því að nær allir leigjendur telji að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár. Auk þess lækka óverðtryggðir vextir íbúðalána í kjölfar lækkunar Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum.
Heimili

Mikilvæg grillráð þegar við hugum að heilsunni – þrífur þú grillið reglulega eftir notkun?

Fátt jafnast á við það að njóta góðs grillmatar undir sólinni þessa dagana hvort sem við erum heima að grilla, í sumarbústaðnum eða útilegunni. Albert Eiríksson matarbloggari með meiru hefur tekið saman nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga þegar við grillum til að koma í veg fyrir að sjúkdómsvaldandi örverur eða heilsuspillandi efni spilli gleðinni. Hugar þú að eftirfarandi þegar þú grillar?
Sunnudagur 9. júní 2019
Heimili

Góð ráð fyrir fasteignakaupendur þegar kemur að frágangi lána og þinglýsingu

Sjöfn Þórðar heldur áfram með heilræði fyrir fasteignakaupendur. Að þessu sinni minnir hún á mikilvægi þess að fara vel yfir allt það formlega sem fylgir því að fjárfesta í eign sem varða yfirtöku lána, veðflutning og aflýsingu lána svo dæmi séu tekin.
Heimili

Íris björk elskar hamborgara með karamellíseraðum lauk, beikoni og sveppum

Nú er sumarið komið og þá eru flestir komnir í grillstuð og eiga ánægjulegar stundir við eldamennskuna úti við. Við hittum Írisi Björk Símonardóttur, markmann í sigurliði Vals í handknattleik, en þær unnu alla titlana þrjá í ár. Þær eru bikar,- deildar,- og Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna í handknattleik árið 2019. Íris Björk stóð sig framúrskarandi vel í marki Vals og er ein sú okkar bezta í handknattleik. Hún var jafnframt valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna tímabilið 2018/2019 hjá Val. Við fengum Írisi Björk til að segja okkur aðeins frá hvað hún er að gera þessa dagana eftir að handboltatímabilinu lauk og frá hennar uppáhalds réttum á sumargrillið.
Laugardagur 8. júní 2019
Heimili

Fimm umhverfisvænar leiðir til að losna við illgresi

Sumarið hefur svo sannarlega byrjað vel hér á Íslandi. Mikil sól hefur verið undanfarna daga og hafa fjölmargir Íslendingar nýtt sér veðurblíðuna til að skella sér út í garð að gera hann fínan. Baráttan við illgresið getur verið erfið og virðist oft vera vonlaust að slást við það. Margir grípa þá til þess ráðs að kaupa eitur til að vinna á illgresinu, sem getur verið bæði hættulegt fyrir umhverfið og okkur sjálf. Hér eru fimm umhverfisvænar leiðir sem þú getur notað án þess að skaða þig eða umhverfið.