Heimili
Laugardagur 14. ágúst 2021
Forsíða

Vinsælasti eftirréttur sumarsins er S’mores kakan– lostæti á grillið

Þessi kaka er vægast sagt dásamleg og er fullkomin á grillið og það er ekkert skrýtið þó hún sé vinsælasti eftirréttur sumarsins. Það má ýmist grilla hana á útigrilli eða baka hana í ofni. Berglind Hreiðars okkar sívinsæli matar- og kökubloggari hjá Gotterí og gersemar á heiðurinn af þessari og er hrifnust af því að grilla hana.

Föstudagur 13. ágúst 2021
Forsíða

Sælkeraverslunin Fiskkompaníið blómstrar á Akureyri sem aldrei fyrr

Hjónin Ólöf Ásta Salmannsdóttir og Ragnar Hauksson eiga og reka sælkeraverslunina Fiskkompaní á Akureyri sem hefur notið mikillar hylli sælkera á Norðurlandi og víðar. Ástríðan þeirra hjóna er fjölskyldan, góður matur, ferðalög, hreysti og að sjálfsögðu fótbolti, eins og þau segja sjálf. Ólöf og Ragnar hafa brallað margt saman á liðnum árum en þau kynntust gegnum fótboltann í forðum.

Þriðjudagur 10. ágúst 2021
Forsíða

Litríki og fjölhæfi listakokkurinn á Hótel Flatey

Friðgeir Trausti Helgason matreiðslumeistarinn á Hótel Flatey hefur töfrað fram sælkerakræsingar ofan í matargesti í sumar úr besta fáanlega hráefni sem völ er á úr Breiðafirðinum að hverju sinni. Eyjan Flatey í Breiðafirði er þekkt fyrir að vera matarkista og það má með sanni segja að hótelgestir hafi fengið að njóta hennar og töfrar eldhússins síðustu vikur og mánuði.

Föstudagur 6. ágúst 2021
Forsíða

Guðdómlega ljúffengt súkkulaði og bananapæ

Hér er á ferðinni guðdómlega ljúffengt súkkulaði og bananapæ sem lætur engan ósnortinn. Það bráðnar hreinlega í munni og þú nýtur hvers munnbita. Heiðurinn af þessu sælkerapæi er Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir sælkeri með meiru sem heldur úti bloggsíðunni Döðlur & smjör og Instagraminu @doðlurogsmjor

Fimmtudagur 5. ágúst 2021
Forsíða

Góð ráð fyrir sultugerðina

Uppskeru tími berjanna er í ágúst og þá eru margir sem fara í berjatínslu með það í huga að gera sultu. Sumir eru alvanir að gera sultu meðan aðrir eru nýgræðingar og því er gott að hafa nokkur atriði á hreinu. Þeir sem eru að stíga fyrstu skrefin sín í sultugerð er einmitt gott að byrja á berja eða ávaxtamauki fremur en hlaupi. Maukið er mun auðveldara að laga og ef það stífnar ekki upp eins og margir vilja kemur það ekki að sök, bragðið er ávallt ljúffengt og það klárast alltaf. Sjarminn við haustin eru einmitt berin og uppskeran og að fara í berjamó eða tína berin af trjánum er skemmtileg samverustund með fjölskyldunni. Síðan er hægt að eiga aðra skemmtilega samverustund með sínum og útbúa gómsætar sultur og hlaup.

Forsíða

Algjörir bræðingar þessir smjördeigssnúðar

Hér eru á ferðinni undur ljúffengir smjördeigssnúðar með skinku og osti. Þetta er alvöru djúsí bakkelsi og er sniðugt hvort sem heldur með kaffinu eða í nesti í ferðalagið eða í pikknikk körfuna. Það er engin önnur er Berglind Hreiðars köku- og matarbloggari á Gotterí og gersemar sem býður okkur uppá þessa bræðinga þar sem bræddur osturinn og majónesið setja punktin yfir i-ið. Berglind féll strax fyrir þessum og segir að þessa verði allir að prófa.

Miðvikudagur 4. ágúst 2021
Forsíða

Tími luktanna og kertanna um garð genginn

Sumarið er alls ekki búið þó farið sé að rökkva á kvöldin og má segja að rómantíski tíminn sem um garð genginn. Hægt er að njóta síðsumarsins og hafa það huggulegt heima í stofu. Tími kertanna er kominn aftur og nú er lag að kveikja á einu og einu kerti þegar líður tekur á kvöld og njóta rökkursins. Það er ákveðin kyrrð sem fylgir þessum árstíma og upplagt að skapa rómantíska kertastemningu á heimilinu eða í sumarhúsinu. Hægt er að hafa það kósí við kertaljós með bók við hönd eða hvaðeina sem heillar.