Þór­ólfur vill herða að­gerðir: „Ekki rétt að miða við dauðs­föll“

Þór­ólfur Guðna­son vill herða að­gerðir innan­lands. Þetta sagði hann á upp­lýsinga­fundi og mun hann skila Svan­dísi Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra minnis­blaði í dag.

Hann segist ekki viss hve­nær að­gerðirnar myndu taka gildi. Hann segir það al­farið á á­byrgð ráð­herra sem ber á­byrgð á mála­flokknum að á­kveða það. „Ef menn ætla að grípa til að­gerða er eins gott að gera það eins fljótt og hægt er,“ segir Þór­ólfur.

Sjá einnig: Ás­laug svarar fyrir sig og sendir Svan­dísi pillu

Eins og Hring­braut hefur greint frá skiptust Svan­dís Svavars­dóttir og Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir á pillum nú á dögunum vegna sótt­varnar­mála. Sagði Svan­dís Sjálf­stæðis­flokkinn hafa verið með efa­semdir um sótt­varnar­reglur frá upp­hafi.

Ekkert hefur heyrst í ríkis­stjórninni vegna minnis­blaðs Þór­ólfs og er ekki ljóst á þessum tíma­punkti til hvaða að­gerða verður gripið til. Þór­ólfur sagði á fundinum að hann vildi ekki ræða efnis­lega þær til­lögur sem hann lagði til en sagði þær í ætt við það sem sést hefði áður.