Sögu­legar sættir Hildar og Stjörnu-Sæ­vars eftir varnir veður­fræðings

Hildur Lillien­dahl eyddi lands­frægu tísti sínu um meinta van­rækslu Stjörnu-Sæ­vars í garð barnsins síns og bað hann af­sökunar á sam­fé­lags­miðlinum í gær. Þar sagðist hún ólm vilja halda á­fram að horfa á raun­veru­leika­þáttinn Bachelor.

Líkt og fram hefur komið gerði Hildur at­huga­semd við við­tal við Sæ­var sem birtist á Vísi. Þar sagðist hann hafa safnað rúmum sau­tján milljónum ís­lenskra króna með því að flytja heim til for­eldra sinna og vinna sleitu­laust myrkranna á milli.

Skrifaði Hildur þá tíst þar sem ljóst var að hún var að vísa til við­talsins. Hún hefur nú eytt því: „Ég var að lesa sparnaðar­ráð á inter­­netinu. Kemur í ljós að ef þú flytur inn á annað fólk og lætur það um að sjá um öll inn­­kaup og borga alla reikninga og van­rækir svo barnið þitt til að geta unnið 200% vinnu, þá geturðu safnað mörgum milljónum. Easy.“

Sjá einnig: Hildur gefur lítið fyrir sparnaðar­ráð Sæ­vars: „Tek föður­hlut­verki mínu mjög al­var­lega“


Þór­hildur Fjóla Stefáns­dóttir, unnusta Sæ­vars, kemur sínum manni til varnar á miðlinum í gær­kvöldi. Sjálf hafði Hildur viður­kennt að hún hefði ekki hlustað á við­talið og fannst Þór­hildi ekki mikið til koma.

„Þessi kona á­kveður að nýta tæki­færið og rakka niður mann sem fór í ein­lægt pod­cast og segja að hann van­ræki barnið sitt án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því. Viður­kennir svo hún að hún hafi ekki hlustað á við­talið.“

Hildur svarar henni þá í tísti sem nú hefur verið eytt. „Af hverju hlustarðu ekki bara á við­talið sjálft í stað þess að fara með stað­lausa stað­hæfingu um van­rækslu? Gæti verið að um­fjöllun vísis sé kannski ekki alveg í réttu sam­hengi? Ég orðaði þetta ekki svona. En það skiptir þig auð­vitað engu máli hvað er satt og rétt,“ svarar Stjörnu-Sæ­var henni þá um hæl.

„Má ég halda áfram að horfa á Bachelor núna?“

„Tjah, ef það skiptir þig sjálfan máli hvað er satt og rétt (og það sem stendur í greininni er ekki satt og rétt) þá mæli ég með því að þú komir at­huga­semdum þínum á fram­færi við blaða­manninn frekar en mig,“ svarar Hildur henni til baka.

Ljóst er að þessi svör nægja ekki öðrum Twitter verjum líkt og Elínu Jónas­dóttir, veður­fræðing á Veður­stofu Ís­lands og hjá Ríkis­út­varpinu. Spyr Elín hana hvernig minni tími með syninum geti sjálf­krafa þýtt van­ræksla. Biður Hildur hana um að hætta, blaða­maður hafi ekki orðað hlutina bein­línis þannig, Sæ­var leið­rétt málið, tístum eytt og málið dautt.

„Má ég halda á­fram að horfa á Bachelor núna?“ spyr Hildur þá. Elín segir þá að sér finnist að af­sökunar­beiðni væri vel til fundin.

„Ég biðst inni­lega af­sökunar, Sæ­var! Og Þór­hildur og allir ykkar að­stand­endur og ást­vinir. Það er að sjálf­sögðu ekki sjálf­krafa van­ræksla að þurfa að fá pössun til að sinna vinnunni. Það er morgun­ljóst. Bachelor núna?“

Sæ­var svarar henni þá um hæl og segir að af­sökunar­beiðni sé mót­tekin. Þá svarar Hildur á öðrum stað og segir tíst Sæ­vars, sem nú hefur verið eytt, sé leim. „Leim. Tístum eytt og allt það. Vil síður vakna við fyrir­sagnir um þetta í fyrra­málið. En til hamingju með sigurinn,“ skrifar hún og lætur bros­kalla fylgja.

„Þetta er samt eigin­lega sögu­legt,“ skrifar Stjörnu-Sæ­var þá. „Að rifrildi á twitter klárist og allir bara nokkuð sáttir. Gengst við því að þetta er leim en þetta skiptir mig svo­lítið miklu máli því ég elska strákinn minn enda­laust og tek hlut­verkið al­var­lega. Vona að þú fyrir­gefir mér leimið í þetta sinn :)“