Náttfari
Laugardagur 4. september 2021
Mánudagur 30. ágúst 2021
Þriðjudagur 24. ágúst 2021
Föstudagur 13. ágúst 2021
Náttfari

Kjósendur þurfa að varast vinstri slysin

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og varaformaður Vinstri grænna var ekkert að skafa ofan af hlutunum í Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi. Hann vill vinstri stjórn og engar refjar.

Guðmundur Ingi sem situr á ráðherrastóli án þess að eiga sæti á Alþingi er það sem kalla mætti pólitískur viðvaningur. Hann býr ekki yfir kænsku og lævísi formanns síns, Katrínar Jakobsdóttur, sem ólst upp pólitískt við fótskör eins reyndasta og og þaulsetnasta stjórnmálamanns tveggja alda, Steingríms J. Sigfússonar. Steingrímur sá fleiri en tvo leiki fram í tímann þegar vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var mynduð í kjölfar hrunsins 2009. Haft er fyrir satt að hann hafi þá sagt Katrínu Jakobsdóttur að fara í menntamálaráðuneytið og láta lítið fyrir sér fara á meðan hann tæki að sér skítverkin og sogaði til sín óvinsældirnar.

Gekk það kjölfarið fremur en að ryðja brautina. Nú talar hún um ánægju sína með samstarfið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn og boðar áframhald þess – reyndar gegn yfirgnæfandi vilja sinna flokksmanna.

Katrín er formaðurinn og Guðmundur varaformaðurinn. Formaðurinn kann þá list sem varaformaðurinn kann ekki – að segja ekki hug sinn allan. Katrín slóttugur stjórnmálamaður á meðan Guðmundur er uppmálað reynsluleysið. Guðmundur kemur hreint og beint fram og segir það sem Katrín þegir yfir: markmið Vinstri grænna er hrein vinstri stjórn og ekkert annað.

Núverandi ríkisstjórn er vitanlega í raun vinstri stjórn sem þenur út ríkisbáknið og stendur í vegi einkaframtaks. það sýna meðal annars verk Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytinu og útþensla forsætisráðuneytis Katrínar Jakobsdóttur. Núverandi ríkisstjórn er hins vegar ekki hrein vinstri stjórn eins og getur orðið niðurstaððan eftir kosningarnar 25. september.

Kjósendur hafa sýnt að þrátt fyrir að þeir kunni vel við Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra þá hafa þeir lítinn áhuga á hreinni vinstri stjórn og nánast engan áhuga á flokki Katrínar. En kjósendur verða að gæta að sér, ella gætu þeir setið uppi með vinstri stjórn eftir kosningar undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Við ríkisstjórnarborð hennar gætu setið meðal annarra Gunnar Smári Egilsson, Inga Sæland, Björn Leví Gunnarsson, Svandís Svavarsdóttir, Logi Einarsson, Helga Vala Helgadóttir, Þór Saari og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Langsótt? Varla, vegna þess að vel er mögulegt að Samfylkingin fái 10 þingmenn, Píratar 7, Sósíalistaflokkurinn 4, Flokkur fólksins 3 og Vinstri grænir 9. Þar með væri vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur með 33 þingmenn sér að baki. Við tækju fjögur löng ár, Fjögur glötuð ár.

Kjósendur þurfa að v