Heimili
Sunnudagur 22. mars 2015
Heimili

Lengið líftíma grænmetis

Það þekkja það allir sem unna grænmeti að það getur verið erfitt að geyma það í nokkra daga svo það haldi ferskleika sínum, útliti og áferð. Og nógu dýrt er þetta gersemi allt í innkaupum svo að ekki minnkar svekkelsið við að sjá það linast ofan í grænmetisskúffunni og verða ólystugt og illa lyktandi.
Föstudagur 20. mars 2015
Heimili

Taktu til á hverjum morgni

Það getur verið á að giska óþolandi að þrífa garðinn eftir argatíð alls vetrarins, að ekki sé talað um jafn galinn vetur og landsmenn hafa þurft að búa við í heillangt harða misserið. Og viti menn; allt manns nágrenni verður eitthvað svo grátt og guggið, ókræsið og óþrifalegt.
Miðvikudagur 18. mars 2015
Heimili

Kauptu einmana bananann

Það voru mörg góð húsráð gefin í þættinum Neytendavaktinni, sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöld. Málefnið var matarsóun, en íslensk heimili eru sögð henda mat fyrir um 300.000 krónur á ári.
Laugardagur 14. mars 2015
Heimili

Hertu skrúfurnar reglulega

Það var sennilega ekki fyrr en Svíar opnuðu búðir sínar miklar á Íslandi að landsmenn á klakanum kalda áttugu sig á því að það sem er fest þarf að herða reglulega. Og þannig er því farið með skrúfur sem herða sig inn í viðinn, félagi IKEA steig fram og boðaðið þjóðráðið; herðið skrúfurnar reglulega.
Heimili

Humarskelinni má aldrei henda

Það er bannað að henda humarskelinni eftir góða sjávarréttaveislu. Skutlið henni miklu fremur inn í poka, þjappið vel og bindið fyrir áður en komið er fyrir í frystinum.
Föstudagur 13. mars 2015
Heimili

Kveikjum á ljósi og músík

Það er eiginlega ekkert jafn hvimleitt og bansettans innbrotsþjófarnir sem virðast vera alltaf að, jafnt að degi sem nóttu. En þá er auðvitað að kunna ráð sem fælir þá frá eða vekur þeim efa.
Heimili

Undratrixið í sturtuklefanum​

Enda þótt íslenska vatnið eigi að heita það besta í heiminum fylgja því á stundum nokkur vandkvæði. Blessaður kísillinn, sem íslenska vatnið er ríkt af, á það til að setjast á glerið í sturtuklefanum og festa sig svo rækilega á það að svo virðist sem það sé komið til að vera.
Miðvikudagur 11. mars 2015
Heimili

Úrvalshráefni í kökur og brauð

Það er goðgá að henda gömlum bönönum, altént óhæfa fyrir þá sem eru á móti sóun matvæla.