Guð­mundur ræddi á­takan­lega reynslu Önnu Sifjar á Al­þingi – „Komum þessum málum í lag strax“

Guð­mundur Ingi Kristins­son, þing­maður Flokks fólksins, vísaði í um­fjöllun Hring­brautar í gær um mál Önnu Sifjar Ingi­mar­dóttur í ræðu sinni á Al­þingi í gær.

Eigin­maður Önnu svipti sig lífi á síðasta ári en í pistli sínum skrifaði hún um á­takan­lega reynslu sína af bar­áttunni við heilbrigðiskerfið. Eigin­maður hennar var einn af þeim 39 ein­stak­lingum sem sviptu sig lífi hér á landi árið 2019.

Sjá einnig: Átakanleg reynsla Önnu Sifjar: „Eitt mesta áfall sem hugsast getur“

Nú stendur yfir átak Geð­hjálpar um að geð­heilsa verði sett í for­­gang innan heil­brigðis­­kerfisins og alls sam­­fé­lagsins. Anna skrifaði færsluna til að vekja at­hygli á stöðu geð­heil­brigðis­­mála innan heil­brigðis­­kerfisins og má segja að pottur sé víða brotinn í þeim efnum.

Í ræðu sinni vísaði Guð­mundur einnig í pistil sem Héðinn Unn­steins­son, for­maður Geð­hjálpar, skrifaði í nýjasta blað Geð­hjálpar þar sem hann sagði:

„Á­stæða þess að við í Lands­sam­tökunum Geð­hjálp, í sam­starfi við Píeta sam­tökin, opin­berum töluna núna er tví­þætt. Annars vegar viljum við ræða sjálfs­víg og þann skyndi­lega missi, sárs­auka og sorg sem að­stand­endur verða fyrir og hins vegar viljum við ræða þá á­stæðu sem býr að baki og or­saka­þætti geð­heil­brigðis.“

Guð­mundur segir að í blaðinu hafi einnig komið fram að nánast enginn stuðningur eða úr­ræði séu í boði fyrir þann hóp barna sem elst upp hjá for­eldrum með geð­rænan vanda. Þá vísaði hann í grein Önnu Sifjar.

„Kona sem missti eigin­mann sinn í fyrra segir orð­rétt í grein á Hring­braut, með leyfi for­seta:

„Ég er kona með á­takan­lega reynslu af því að leita allra hugsan­legra leiða til að fá hjálp fyrir fár­sjúkan mann sem svaf ekki svo vikum skipti og ekki ég heldur, mann sem var með miklar rang­hug­myndir, mann sem gat ekki lengur tekið á­kvarðanir, mann sem gat ekki lengur hugsað um börnin sín, mann sem hélt ekki lengur uppi sam­ræðum, mann sem var kominn í annan heim en við hin, mann sem hafði aldrei orðið mis­dægurt en var ekki lengur skugginn af sjálfum sér.“

Guð­mundur endaði ræðu sína á þessum orðum: „Geð­sjúk­dómar eru dauðans al­vara og í minningu þeirra 39 og þeirra sem kerfið hefur brugðist stend ég hér í öskrandi þögn. Virðu­legur for­seti. Komum þessum málum í lag strax.“