Einn látinn laus í manndrápsmálinu í Ólafsfirði

Einn af þeim þremur einstaklingum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í manndrápsmálinu í Ólafsfirði hefur verið látinn laus. Lögreglan greinir frá þessu.

Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði úrskurðað þau öll í viku gæsluvarðhald.

Tveir einstaklingana kærðu úrskurðinn til Landsréttar og seint í gær staðfesti Landsréttur annan úrskurðinn, en vísaði hinum frá. Sá aðili var látinn laus í kjölfarið.

Lögreglan segir að rannsókninni miði vel.

SJÁ EINNIG: Hinn látni giftist á gamlársdag konu sem nú er í varðhaldi