Nýjar vendingar í harmleiknum á Ólafsfirði: Hinn látni giftist á gamlársdag konu sem nú er í varðhaldi

Maðurinn sem lést í manndrápsmálinu í Ólafsfirði í gærnótt hafði gengið í það heilaga síðastliðinn gamlársdag.Fréttablaðið greinir frá þessu. Eiginkona hans er ein þeirra þriggja sem eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að hin konan sem sæti gæsluvarðhaldi sé frá Ólafsfirði og búi þar þótt hún hafi búið annars staðar við Eyjafjörð um skeið.

Í gær greindi Fréttablaðið frá því að væringar hefðu verið innan hópsins og því hafi málið mögulega átt sér aðdraganda.

Hægt er að lesa nánar um málið á vef Fréttablaðsins.