Einar um við­talið við Kára: „Botn­laus hroki og sjálfs­upp­hafning“

„Mér sýnist á um­mælum margra vina minna á þessum vett­vangi í kvöld, að botn­laus hroki og sjálfs­upp­hafning, með til­heyrandi smá­sálar­skap og fýlu, þyki nú­orðið merki um sér­staka mann­kosti,“ segir Einar Kára­son, rit­höfundur og vara­þing­maður Sam­fylkingarinnar.

Einar tjáði sig á Face­book í gær­kvöldi um við­tal Kast­ljóss við Kára Stefáns­son, for­stjóra Ís­lenskrar erfða­greiningar. Í við­talinu fór Kári mikinn og gagn­rýndi hann til að mynda Svan­dísi Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra harð­lega. Sagði hann að á stundum hegði hún sér eins og „lítil tíu ára stelpa sem lætur ekki neinn segja sér neinn skapaðan hlut.“

Sjá einnig: Þykir Einar hafa sýnt Kára ófaglega framkomu

Kári sagði enn fremur að Ís­lensk erfða­greining myndi ekki koma að skimunum á Kefla­víkur­flug­velli ef verk­efnið yrði unnið undir stjórn heil­brigðis­ráðu­neytisins.

Gagn­rýndi hann það enn fremur að enginn hefði leitað til Ís­lenskrar erfða­greiningar um verk­efnið á Kefla­víkur­flug­velli þó fyrir­tækið hefði fram­kvæmt flestar skimanir hér á landi vegna CO­VID-19. Þá sagði hann að starfs­fólki fyrir­tækisins hefði sárnað þegar Svan­dís minntist ekki á Ís­lenska erfða­greiningu í þakkar­ræðu sinni á síðasta upp­lýsinga­fundinum sem haldinn var í vikunni.

Vann stórkostlegt afrek

Þó Einar Kára­son nefni Kára ekki á nafn í færslu sinni er aug­ljóst að hann er að vísa til við­talsins í Kast­ljósi í gær­kvöldi. Fjörugar um­ræður hafa spunnist við færsluna og blandar Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, sér í þær:

„Ég var um það bil að pósta eins færslu, Einar. Nú get ég hætt við og þú situr einn uppi með skammirnar,“ segir hann. Hannes Hólm­steinn Gissurar­son blandar sér einnig í um­ræðurnar og segir:

„Það getur vel verið, að þú hafir rétt fyrir þér um þetta allt, en það breytir því ekki, að Kári vann stór­kost­legt af­rek, sem seint verður full­þakkað. Af­reks­menn þurfa ekki að vera mann­kosta­menn (fremur en rit­höfundar þurfa að vera góð­menni). Og af­rek unnu líka þeir ein­staklingar (sem ég veit nöfnin á), sem lögðu nótt við dag að út­vega Ís­lendingum nauð­syn­leg gögn, tæki og lyf, og kostuðu úr sjóðum fyrir­tækja sinna og eigin vösum þotur fullar af þessu frá öðrum löndum.“

Persóna Kára er aukaatriði

Sara Óskars­son, vara­þing­maður Pírata, segir að per­sóna Kára skipti litlu sem engu í þessu sam­hengi. „Um­fjöllun um per­sónu hans í kjöl­far þeirra upp­lýsinga sem að fram komu í við­talinu er gjör­sam­lega “missing the point” á góðri ís­lensku,“ segir hún og bætir við að það sé með ó­líkindum hvernig inn­tak mikil­vægra mál­efna hverfur oft inn í smá­borgara­legt eða illt um­tal um per­sónur og ger­endur í sam­fé­laginu.

„Kári til­heyrir al­menningi og ber ná­kvæm­lega engin skylda til að dá­sama stjórn­mála­menn né nokkur einasta skylda til að vera næsi gæinn. Hann er í bransanum að rann­saka og býðst til að skima í því skyni að hefta út­breiðslu far­sóttar og bjarga manns­lífum og að­stoða sam­landa sína við að koma efna­hag landsins vonandi aftur á réttan kjöl.

Hverjum er ekki slétt sama um orð­bragðið og tjáningar­stíl hans, eða per­sónu yfir­leitt?

Er það til of mikils ætlast að menn haldi fókus á mikil­vægu mál­efnin sem er verið að ræða en ekki missa sig í um­fjöllun um karakter al­menns borgara sem býður fram lífs­nauð­syn­lega hjálp til þjóðarinnar og af­not af inn­viðum fyrir­tækis síns?“