Efling svarar Þór­arni fullum hálsi: „Mætti í­huga betur hvaða mál­stað hann velur sér“

Stéttar­fé­lagið Efling segir leitt að Þórarinn Ævars­son, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri IKEA og eig­andi pítsu­staðarins Spaðans, kjósi að standa ekki með hags­munum at­vinnu­rek­enda sem virða gerða samninga heldur kjósi að slá skjald­borg utan um hegðun sem grefur undan heiðar­leika á vinnu­markaði.

Þetta kemur fram í yfir­lýsingu sem Efling hefur sent frá sér vegna skrifa Þórarins í Morgun­blaðið í dag. Í grein sinni fór Þórarinn hörðum orðum um átak Eflingar til að út­rýma launa­þjófnaði hér á landi. Sagði Þórarinn að launa­þjófnaður væri í raun lítið vanda­mál hér á landi og tölur sem Efling hefði birt væru villandi. Að mati Eflingar mætti Þórarinn í­huga betur hvaða mál­stað hann velur sér.

Sjá einnig: Þórarinn lætur Eflingu heyra það: „Maður veltir fyrir sér þeirri ó­þægi­legu spurningu“

„Stór­yrðin í grein Þórarins eru ekki studd af því sem efnis­lega kemur fram í henni. Allar tölur sem Efling hefur birt og sett í sam­hengi við um­fang launa­þjófnaðar á ís­lenskum vinnu­markaði eru raun­tölur fengnar úr út­sendum launa­kröfum fé­lagsins. Slíkar launa­kröfur eru gerðar með vísun í þá kjara­samninga sem at­vinnu­rek­endur hafa undir­gengist og eru aldrei settar fram nema til staðar séu skrif­leg gögn á borð við ráðningar­samning, launa­seðla, kvittanir fyrir greiðslu launa og tíma­skriftir. Dæmi­gerð launa­krafa vegna van­goldinna launa hjá Eflingu er 380 til 490 þúsund.“

Í yfir­lýsingu Eflingar segir að yfir­leitt séu engin á­höld um rétt­mæti þessara krafna og greiðast þær oftast að endingu. Því miður séu mörg dæmi um að það gerist ekki fyrr en að mánuðum og jafn­vel árum liðnum með að­komu dóm­stóla eða, í til­viki gjald­þrota, skipta­stjóra.

„Dóms­kerfið hefur því miður reynst bit­laust gagn­vart þessum vanda og því löngu tíma­bært að inn­leiddar verði sektir sem skapi nauð­syn­legan fælingar­mátt, þó þannig að at­vinnu­rek­endur geti skotið mál­efna­legum á­greiningi fyrir dómara líkt og nú er. Fyrir slíku fyrir­komu­lagi eru bæði inn­lendar og er­lendar fyrir­myndir.“

Segir Efling að launa­þjófnaður sé því raun­veru­legt vanda­mál sem felur í sér gróft ó­rétt­læti gagn­vart launa­fólki sem fyrir honum verður. Þar að auki sé hann mikil van­virðing við alla aðila að kjara­samninga­gerð.

„Undar­legt er að um­svifa­mikill at­vinnu­rekandi á borð við Þórarinn stígi fram á rit­völlinn til að bera blak af þessari hátt­semi og rétt­læta hana með því sem verður best kallað, með orðum hans sjálfs, talna­leik­fimi.“

Í yfir­lýsingu Eflingar kemur fram að launa­kröfur sem Efling gerði á ára­bilinu 2015 til loka árs 2019 séu 2.349 talsins og er heildar­upp­hæð þeirra yfir milljarður króna. Hefur upp­hæðin vaxið ár frá ári, úr tæp­lega 100 milljónum árið 2015 og upp í tæpar 350 milljónir árið 2019. Miðað við fjölda fé­lags­manna Eflingar og fjölda launa­krafna megi giska á að líkur á því að hafa orðið fyrir launa­þjófnaði á al­mennum vinnu­markaði á fimm ára tíma­bili séu um 1 á móti 10.

„Launa­kröfur stéttar­fé­laganna ná þó auð­vitað ekki utan um heildar­um­fang launa­þjófnaðar, ekki frekar en magn upp­tækra fíkni­efna hjá lög­reglu nær utan um heildar­magn fíkni­efna í dreifingu. Ó­mældur fjöldi verka­fólks á Ís­landi gerir af ýmsum á­stæðum aldrei kröfu vegna van­goldinna launa. Hins vegar gefur sí­vaxandi fjöldi og heildar­upp­hæð skýra vís­bendingu um ört vaxandi vanda­mál.“

Þá segir að launa­þjófnaður sé ekki bara vandi launa­fólks sem fyrir honum verður heldur einnig vandi at­vinnu­rek­enda. Kröfurnar lendi oft á Á­byrgðar­sjóði launa sem er fjár­magnaður af at­vinnu­rek­endum, líka þeim sem stunda heiðar­legan at­vinnu­rekstur.

„Launa­þjófar spara sér launa­kostnað og geta þannig undir­boðið heiðar­lega sam­keppnis­aðila í út­boðum og í verð­lagningu á vörum og þjónustu. Efling hefur mót­tekið margar á­bendingar frá at­vinnu­rek­endum sem eru reiðir vegna þessa á­stands sem hefur því miður orðið land­lægt í á­kveðnum at­vinnu­greinum.

Leitt er að Þórarinn kjósi að standa ekki með hags­munum þeirra at­vinnu­rek­enda sem virða gerða samninga, heldur taki þátt í að slá skjald­borg utan um hegðun sem grefur undan heiðar­leika á vinnu­markaði. Hann mætti í­huga betur hvaða mál­stað hann velur sér.“