Þórarinn lætur Eflingu heyra það: „Maður veltir fyrir sér þeirri ó­þægi­legu spurningu“

Þórarinn Ævars­son, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri IKEA á Ís­landi og nú­verandi eig­andi pítsu­staðarins Spaðans, segir að það sé engu líkara en að for­svarsars­menn stéttar­fé­lagsins Eflingar séu að reyna að efna til ó­friðar. Þórarinn stingur niður penna í Morgun­blaðið í dag og skrifar um her­ferð Eflingar gegn launa­þjófnaði.

Þórarinn rifjar upp að í árs­fjórðungs­skýrsla kjara­mála­sviðs Eflingar hafi komið fram að á síðasta árs­fjórðungi ársins 20120 hefðu orðið til 56 launa­kröfur á rúm­lega 40 fyrir­tæki, sam­tals að upp­hæð 46 milljónir króna, vegna van­goldinna launa.

„Efling kýs að kalla þessar kröfur launa­þjófnað og hafa for­svars­menn stéttar­fé­lagsins farið mikinn í fjöl­miðlum. Niður­stöðurnar eru túlkaðar í þá veru að þetta sé stórt, mikið og vaxandi vanda­mál. Þá er þess krafist að lög­gjafinn grípi til harðra sektar­á­kvæða, því hér sé um að ræða mein sem breiði stöðugt úr sér og hér sé að alast upp heil kyn­slóð at­vinnu­rek­enda sem ein­fald­lega sé með við­skipta­módel sem geri ráð fyrir þessu.“

Þórarinn segir að þegar tölurnar eru skoðaðar nánar sé málið ekki alveg svona ein­falt.

„Við skulum gefa okkur að allar þessar kröfur séu í raun á rökum reistar, sem er alls ekki gefið, því það eru jú iðu­lega tvær hliðar á öllum málum. Það eru um 25.000 manns í Eflingu og ef við gefum okkur það að meðal­heildar­laun séu 400.000 krónur á mánuði, þá eru heildar­mánaðar­laun Eflingar­fólks um 10 milljarðar en 30 milljarðar á árs­fjórðungnum sem um ræðir. Þá kemur í ljós að hlut­fall títt­nefnds launa­þjófnaðar af launum er 0,15%, sem ég held að flestir geti verið sam­mála um að sé ekki hátt hlut­fall.“

Þórarinn segir að þegar horft er á tíðni meðal fé­lags­manna, 56 til­vik í hópi 25 þúsund fé­lags­manna, þá megi gera ráð fyrir að líkurnar á að verða fyrir þessu séu einn á móti tæp­lega 500.

„Ef við horfum síðan á þetta og miðum við tíðni meðal fyrir­tækja, þá skipta þau þúsundum og ljóst að nánast öll fyrir­tæki eru með þessi mál í lagi. Þá er mjög lítið gert úr þeirri stað­reynd að árs­fjórðungs­skýrslan sýnir að til­vikum á milli ára fækkaði um 29%. Það er hlut­fall sem hægt er að stæra sig af. Sam­kvæmt frétta­til­kynningu Eflingar hefur launa­þjófnaður síðustu fimm ára numið einum milljarði. Það þýðir þá að meðal­árið er um 200 milljónir. Það þýðir þá líka að árs­fjórðungs­lega erum við að tala um 50 milljónir að meðal­tali. Maður þarf ekki að vera neitt sér­stak­lega góður í reikningi til að sjá að þessi mál virðast ekki vera í vexti, heldur virðast þau standa í stað, með að meðal­tali 200 milljónir á ári, þrátt fyrir að laun hafi á sama tíma­bili, sam­kvæmt launa­vísi­tölu, hækkað um tæp 33%.“

Þórarinn bendir á að því virðist vera um sam­drátt að ræða, að minnsta kosti hvað varðar upp­hæðir. Segir Þórarinn að í nú­verandi CO­VID-á­standi sé í raun merki­legt að málum tengdum van­goldnum launum hafi ekki fjölgað veru­lega.

„Væri ekki nær að Efling birti stóra frétta­til­kynningu þess efnis að á­standið væri í raun býsna gott, sér í lagi miðað við afar erfiðar að­stæður á vinnu­markaði? Að frá­bær árangur hefði náðst síðustu fimm ár, sér­stak­lega þá á síðasta árs­fjórðungi 2020, og að til­felli van­goldinna launa væru í raun sára­fá, sama við hvaða við­mið væri stuðst? Maður veltir fyrir sér þeirri ó­þægi­legu spurningu, hvað vaki fyrir þeim sem veita fé­laginu for­ystu að senda frá sér svona villandi upp­lýsingar, en það er engu líkara en það sé verið að reyna að efna til ó­friðar.“

Þórarinn spyr hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að for­svars­menn eins stærsta verka­lýðs­fé­lags landsins námundi sig við sann­leikann í „stað þess að fabúlera út í loftið og draga á­lyktanir sem ganga þvert gegn þeim gögnum sem þeir eru að kynna?“

Þórarinn segir að tölurnar tali sínu máli og ekki standi steinn yfir steini. Menn fari vís­vitandi með fleipur og á­sakanir. „Maður hlýtur því að spyrja sig hvort þetta fólk sé í verka­lýðs­bar­áttu, eða hvort það sé í pólitík. Við sem fylgjumst með á hliðar­línunni vitum að það veldur byltingar­þenkjandi for­ystu Eflingar sárum von­brigðum að geta ekki sýnt fram á það stór­kost­lega arð­rán sem henni er svo gjarnt að tala um, en það vill sem betur fer svo til að við búum í landi þar sem hlutirnir eru al­mennt betri en gengur og gerist, sem og traust á milli aðila.“