Birti myndband af sér hlaupa undan hrauninu í Geldingadölum – Sjáðu myndbandið

Bandaríkjamaðurinn Vincent Van Reynolds segir að hann sé maðurinn sem hljóp undan hrauninu í Geldingadölum um hádegið á föstudaginn. Hann birtir einnig mynd­band sem hann tók sjálf­ur af hraun­inu flæða í átt að hon­um. MBL greindi fyrst frá.

Atvikið náðist á vefmyndavél.

Sjá einnig: Hljóp undan hruninu í Geldingadal

„Halló all­ir. Ég er þessi brjálæðing­ur úr ís­lensk­um frétt­um sem fór upp að gígn­um, bara til þess að hlaupa niður þegar straum­ur hrauns rann af stað,“ segir Vincent í Face­book-hóp­inn Volcanoes.

Færsla hans féll í nokkuð grýttan jarðveg.

„Green Day bjó til lag bara fyr­ir þig: American idiot [banda­rísk­ur hálf­viti]. Núna skil ég,“ segir einn netverji.