Hljóp undan hruninu í Geldingadal

Einhver þurfti að hlaupa eins og fætur toguðu til að verða ekki undir hrauni í Geldingadal nú á tólfta tímanum. Atvikið náðist á myndband í beinni útsendingu MBL, myndband við viðkomandi að hlaupa má sjá þar.

Manneskjan hefur gengið yfir nýja hraunbreiðu til að komast nálægt gýgnum. Viðkomandi sat síðan kyrr lengi, mögulega að taka myndir, síðan þurfti viðkomandi að hlaupa þegar hraunið tók að renna.

Virðist litlu muna að viðkomandi hefði lent undir hrauninu.