Vilborg ósátt: „kirkjuferðinni lyktaði á bráðamóttökunni í fossvogi“

Tvær vinkonur Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur, sagnfræðings, enduðu á bráðamóttökunni eftir heimsókn í Hallgrímskirkju. Frá þessu greinir Vilborg í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Greinin skrifar Vilborg til að vekja athygli á að hart sé sótt að „hinni fíngerðu byggð í miðborg Reykjavíkur. Vilborg hefur áður gagnrýnt fyrirhugaðar hótelbyggingu á horni Vitastígs og Skúlagötu og segir hana „alveg út úr kortinu.“ Þar á að byggja hótel með 203 herbergjum. Vilborg segir:

„Mér óar við þeim vindsveipum sem hótelturn þessi mun orsaka og dynja á þeim sem eiga leið um Vitastíginn og valda þeim slysum.“

Vilborg hefur áhyggjur af varasömum vindstrengjum sem kunna að myndast við háar byggingar líkt og hefur átt sér stað á Höfðatorgi. Tekur Vilborg dæmi um hversu varasamir slíkir vindstrengir geta orðið með því að segja frá heimsókn tveggja vinkvenna í Hallgrímskirkju en sú heimsókn endaði með ósköpum. Vilborg segir:

 „Sem dæmi um hversu vindsveipir geta verið óþyrmilegir skýt ég hér inn sögu af tveimur gömlum vinkonum, sem fóru í Hallgrímskirkju sunnudagsmorguninn 19. janúar síðastliðinn, en þá var veður sæmilegt en nokkuð hvasst. Þegar þær komu út kom sterk vindhviða fyrir suðurhorn kirkjunnar og feykti vinkonunum um koll,“ segir Vilborg og bætir við:

„Kirkjuferðinni lyktaði sum sé á bráðamóttökunni í Fossvogi, enda getur íslenskt veðurfar verið hættulegt lífi manna og limum.“

Vilborg segir Hallgrímskirkju vera glæsilegt kennileiti en öðru máli gegni um hótelbyggingu á horni Skúlagötu og Vitastígs sem vísi til hins þunga skriðs fjármagns og græðgi, sem breytir ásýnd þessa gamla hverfis, strandlengjunnar og veðurfars á þessum slóðum.

„Fjár­fest­um ligg­ur á að breyta banka­fé í stein­steypug­ull – eins og sagt er á þýsku,“

segir Vilborg og bætir við að lokum:

„Mér óar við þeim vindsveip­um sem hót­elt­urn þessi mun or­saka og dynja á þeim sem eiga leið um Vita­stíg­inn og valda þeim slys­um. Á

 hinu horni göt­unn­ar, önd­vert um­ræddri hót­el­bygg­ingu, er elli­heim­ili! Um hina yf­ir­vof­andi sjónmengun ræði ég ekki. Verið er að draga okk­ur borg­ar­búa á asna­eyr­un­um. Við tök­um eft­ir því.“