Verður dr. Ásgeir Jónsson ráðinn bankastjóri Seðlabanka Íslands frekar en Gylfi?

Verður dr. Ásgeir Jónsson ráðinn bankastjóri Seðlabanka Íslands frekar en Gylfi?

Margt bendir til þess að dr. Ásgeir Jónsson verði ráðinn bankastjóri Seðlabanka Íslands og það tilkynnt á næstu dögum.

Vitað var að Katrín Jakobsdóttir og þingflokkur Vinstri grænna vildu ráða dr. Gylfa Magnússon í stöðu bankastjóra.

Hann átti sæti í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eftir hrunið meðal annars með Steingrími J., Katrínu og Svandísi Svavarsdóttur. Samstarf þeirra við Gylfa var mjög gott og því voru þau mjög áfram um að Gylfi hlyti embættið enda er hann talinn vera mjög á þeirra línu í stjórnmálum, einlægur vinstri maður. Forsætisráðherra skipar í embættið.

 

Meintar stjórnmálaskoðanir Gylfa Magnússonar hafa hins vegar gert það að verkum að formenn Sjálfstæðisflokksins og Famsóknarflokks hafa ekki getað hugsað sér að Gylfi yrði ráðinn í þetta valdamikla embætti.

Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa togast á um þetta mál í allt sumar en nú er komið að úrslitum. Talið er að Katrín Jakobsdóttir hafi látið í minni pokann tilað halda friðinn á stjórnarheimilinu en mörg önnur mikilvæg ágreiningsmál bíða úrlausnar.

Flest bendir því til þess að dr. Ásgeir Jónsson verði skipaður banakstjóri Seðlabanka Íslands innan fárra daga.

 

 

Nýjast