Veggjöld til að styrkja samgöngukerfið

Vb.is fjallar um

Veggjöld til að styrkja samgöngukerfið

Undanfarna mánuði hefur nokkur umræða átt sér stað um nauðsyn þess að bæta vegakerfið hér á landi. Í því samhengi hefur komið fram hugmynd um mögulega gjaldtöku í vegakerfinu, en í nýrri samgönguáætlun er opnað fyrir þennan möguleika. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er samgönguáætlun ætlaðir 190 milljarðar króna, þar af 160 milljarðar í viðhald og vegaframkvæmdir næstu fimm ár. Framkvæmdir og framkvæmdahraði taka því mið af því. Í minnisblaði frá meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar kemur fram að svo að unnt sé að hraða framkvæmdum án skuldsetningar ríkissjóðs verði að leita annarra leiða til fjármögnunar. Fyrrnefnd gjaldtaka hefur því verið nefnd sem möguleiki til að hraða framkvæmdum.

Eftirbátar annarra samanburðarþjóða

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ráðast þurfi í stórfelldar breytingar til þess að styrkja samgöngukerfið hér á landi.

Nánar á

http://www.vb.is/frettir/veggjold-til-ad-styrkja-samgongukerfid/152004/

Nýjast