Tómas er látinn: ungur og skapandi með mikla hæfileika: „við munum aldrei gleyma honum“

Tóm­as Biplab Mathiesen fædd­ist í Kolkata á Indlandi 24. ág­úst 2000. Hann lést á Land­spít­al­an­um við Hring­braut 18. janú­ar 2020. For­eldr­ar hans eru Ingi­björg Harðardótt­ir og Ólaf­ur Mathiesen. Systir hans er Alma Mathiesen nemi. Kærasta Tómasar er Mar­grét Kolka Hlöðvers­dótt­ir. Tómas var afar efnilegur tónlistarmaður og taktsmiður sem hafði nokkuð látið á sér kveða þrátt fyrir ungan aldur. Eitt verka hans var flutt í Hörpu og þá hljóðplandaði hann og samdi tónlist fyrir aðra listamenn. Greint er frá andláti Tómasar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag.

\"\"Í viðtali við RÚV þegar hann varð fyrir valinu að fá verk sitt flutt í Hörpu greindi hann frá því að hann hefði byrjað aðeins 6 ára í Forskóla Tónskólans Do Re Mi og lærði síðan þar á píanó til 15 ára aldurs. Tómas sagði:

Sumarið 2015 byrjaði ég að semja tónlist í tölvunni (GarageBand og síðan LogicPro). Um verkið sem flutt var í Hörpu sagði Tómas:

Ég byrjaði á þessu verki, Titillaust, í febrúar síðastliðnum (2016). Ég notast mest við sömpl og innbyggð hljóð í forritun og hljóðfæri sem ég hef keypt af netinu og sett inn í forritið

Hugmyndin með verkinu var að ná fram hljómum sem eiga við þegar maður upplifir mikla hamingju og gleði, alsælu.“ 

Tóm­as stundaði nám við Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð. Tóm­as æfði sund og fót­bolta með KR og síðar frjáls­ar íþrótt­ir með ÍR. Hann þótti afar efnilegur frjálsíþróttamaður. Þá lærði hann á pí­anó í Tón­skóla Do Re Mí. Síðustu ár hafði hann verið ötull við tónsmíðar, bæði fyrir sig og aðra. Hann var einkar hæfi­leika­rík­ur bæði við texta- og laga­smíð en hann gekk undir listamannsnafninu Dreyminn.

Tómasi er lýst sem einstaklega hógværum, hjartahlýjum og kurteisum dreng sem lét ekki mikið fara fyrir sér. Í minningargrein í Morgunblaðinu segir:

„Sér­stak­lega er það minn­is­stætt þegar Tóm­as var val­inn til þátt­töku sem ungt tón­skáld í Upp­takti árið 2016. Þar var tón­verk hans flutt á glæsi­leg­um tón­leik­um í Hörpu.

Laga­smíðar voru þá orðnar eitt helsta áhuga­mál hans og kom hann sér upp litlu „hljóðveri“ á Lyng­hag­an­um til að sinna því.“

Tómas var ættleiddur frá Indlandi og skrifar vinahópur sem samanstendur af sex fjölskyldum sem all­ar eru myndaðar kring­um ætt­leidd börn, fædd á Indlandi og Kína, á ár­un­um milli 1994 og 2003 minningargrein um Tómas. Í þeim hópi er alþingismaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. Þar segir:

„Við höf­um haldið hóp­inn gegn­um tíðina og hist reglu­lega og notið marg­vís­legra gef­andi sam­vista, nú síðast í byrj­un janú­ar í Sæviðar­sund­inu, þar sem Tóm­as hafði sterka nær­veru, bjart­ur og fal­leg­ur og kím­inn, og sat lengi og spjallaði við hitt unga fólkið.

Tóm­as var hrif­inn frá okk­ur þegar hann stóð á þrösk­uldi full­orðins­ár­anna. Í hon­um mátti sjá barnið sem við þekkt­um og fyr­ir­heit­in um mann­inn sem hann gæti orðið.

Hann var sér­lega vel gef­inn ung­ur maður, skap­andi og með mikla tón­list­ar­hæfi­leika, efni­leg­ur íþróttamaður, hjarta­hreinn, blíður, glaðlynd­ur, næm­ur, leit­andi og djúpt þenkj­andi, en líka með góðan og hlýj­an húm­or. Hann var trygg­ur vin­ur, góður stóri bróðir Ölmu og elskaður son­ur Ingi­bjarg­ar og Óla.

Við mun­um tónlist og sög­ur, leik, hlát­ur og sam­töl. Við mun­um hann Tóm­as og mun­um aldrei gleyma hon­um. Blessuð sé minn­ing Tóm­as­ar Biplabs.

Undir skrifa: Hrafn­hild­ur og Árni, Guðrún og Gísli, Lína og Guðjón, Ingi­björg og Guðmund­ur Andri, Sigrún og Loft­ur Atli og fjöl­skyld­ur.

Elva Trausta­dótt­ir umsjónarkennari Tómasar úr Hagaskóla skrifar:

Kynni mín af Tóm­asi og fólk­inu hans voru afar ánægju­leg. Tóm­as átti um­hyggju­sama for­eldra. Hann var ein­stak­ur ljúf­ling­ur, vel liðinn af sam­nem­end­um sín­um, hafði fal­lega fram­komu og lét sér annt um aðra.“

Steinn Jó­hanns­son rektor við Menntaskólann í Hamrahlíð segir:

„Fyr­ir okk­ur starfs­fólki var Tóm­as dag­far­sprúður nem­andi sem kom vel fram við jafnt sam­nem­end­ur sem starfs­fólk skól­ans. Ég var svo lán­sam­ur að geta fylgst með Tóm­asi á frjálsíþrótta­vell­in­um, en hann æfði frjáls­ar íþrótt­ir um ára­bil með frjálsíþrótta­deild ÍR. Hann lagði metnað í það sem hann tók sér fyr­ir hend­ur og lagði mikið á sig fyr­ir liðsheild­ina. Tóm­asi leið greini­lega vel á hlaupa­braut­inni, en þar var hann svo sann­ar­lega á heima­velli.

Við starfs­fólk Mennta­skól­ans við Hamra­hlíð minn­umst Tóm­as­ar með hlýju og eft­ir­sjá.

\"\"

Tómas spilaði til stuðnings: Ég á bara eitt líf

Tómas var tónlistarkonunni Sögu Nazari mikið innan handar. Bæði við lagasmíð og kom einnig fram með henni á tónleikum. Saga sagði Tómas einstaklega hæfileikaríkan í viðtali við Tímaritið SKE en þar var Tómasi einnig hrósað af tímaritinu fyrir sinn hluta í laginu. Saga segir á Facebook:

„Vorum með mörg plön saman í tónlist, drauma og framtíð. Er bara orðlaus. Hvíldu í friði elsku Tómas.“

Útför Tóm­as­ar var gerð frá Nes­kirkju í dag, 27. janú­ar 2020.

Tómas hélt úti rás á Soundcloud en þar eru fleiri lög eftir þennan efnilega tónlistarmann sem verður sárt saknað og kvaddi alltof snemma, en rásina má finna hér.