Þetta eru réttu viðbrögðin í hálku: sjáðu myndbandið

„Eitthvað hefur því miður verið um umferðaróhöpp í þessari hálku sem nú er á götunum víðsvegar í umdæminu. Rétt viðbrögð gætu skipt máli og skellum við hér með myndbandi frá Samgöngustofu þar sem farið er yfir réttu viðbrögðin.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Við myndbandið hefur verið skrifað:

„Það getur skapast hættuástand ef ekið er of hratt miðað við aðstæður og líkurnar á því stóraukast í vetrarferð. Hér er fjallað um rétt viðbrögð við því ef bíll byrjar að renna til á vegi sökum þess að farið er of hratt í hálku.“

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið: