„það féllu tár“ – þegar allur áhorfendaskarinn söng „ég er kominn heim“ - áfram ísland

Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram í dag klukkan 17:05. Leikurinn skiptir gríðarlegu máli. Ef strákarnir okkar sigra förum við með tvö stig áfram í milliriðil. Endi leikurinn með jafntefli tekur Ísland eitt stig með sér og ekkert ef Ísland tapar. Hvernig sem fer er Ísland þó öruggt áfram eftir að hafa lagt af velli Rússa og Dani.

Í tilefni dagsins birtir Hringbraut myndskeið frá Evrópukeppninni í knattspyrnu þar sem íslenskir áhorfendur vöktu mikla athygli er þeir brustu í söng og lag Óðins Valdimarssonar, Ég er kominn heim, ómaði á vellinum. Þorgrímur Þráinsson tók upp myndskeiðið sem fangaði ótrúlega stemmningu og íslenskir áhorfendur og landsliðið voru sem einn maður með eitt markmið, að ná ótrúlegum úrslitum. Þorgrímur sagði:

„Það féllu tár. Stuðningurinn var ómetanlegur og leikmenn voru óendanlega þakklátur.“

Vonandi verður sama uppá teningnum í dag, að strákarnir okkar og öflugir áhorfendur gangi í takt og fagni saman í leikslok. Hringbraut birtir lagið til stuðnings strákanna okkar í handboltalandsliðinu enda lagið fyrir löngu orðið hinn nýi íslenski þjóðsöngur.