Styrmir um hina umdeildu mynd: „Ég get alveg skilið að hún hafi misskilist“

Styrmir um hina umdeildu mynd: „Ég get alveg skilið að hún hafi misskilist“

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að hann geti alveg skilið að mynd ,sem notuð var í auglýsingu vegna nýstofnaðs fullveldisfélags innan Sjálfstæðisflokksins, geti misskilist. Var Styrmir einróma kjörinn formaður félagsins á stofnfundi þess, en um 80 manns mættu á fundinn. Þá segir hann það ósköp eðlilegt að fólk velti fyrir sér myndinni. Styrmir var gestur í frétta og umræðuþættinum 21 hér á Hringbraut.  

 

Mikil umræða skapast á samfélagsmiðlum vegna myndarinnar. Sögðu margir að myndin líktist áróðri nasista og kommúnista á tuttugustu öldinni. Styrmir var spurður hvort einhver tenging væri þar á milli sagði hann að svo væri ekki.

Að sjálfsögðu ekki. Hugsun okkar var að birta auglýsingu mynd af þessari forsíðu Morgunblaðsins kannski bara fyrst og fremst til að sýna tíðarandann á þeim tíma. Af því auðvitað sýnir þessi mynd það með einhverjum hætti tíðarandann þá, þegar ég var fjögurra ára. En síðan í vinnslunni á auglýsingunni þá endaði þetta með að það var unnið út úr forsíðunni, mynd sem birtist í hinni upprunalegu auglýsingu. Ég get alveg skilið að hún hafi misskilist, það er ósköp eðlilegt að fólk velti því fyrir sér, en þetta var sem sagt hugsunin. 

Viðtalið við Styrmi má sjá hér fyrir neðan í heild sinni:

Nýjast