Steingrímur öskraði og veittist að halldóru: „hann öskraði á mig fyrir framan alla“

Hann hreytti út úr sér reiður mjög einhverju á þessa leið; hvernig er það eiginlega með þig manneskja, er ekki hægt að eiga við þig orðastað undir fjögur augu án þess að það leki út um allt? Ef þú ætlar að haga þér svona hef ég ekkert meira við þig að ræða. Þetta segir orðrétt í frétt á Vísi þar sem fjallað er um að Steingrímur hafi hellt sér yfir Halldóru Mogensen þingmann Pírata í hliðarsal Alþingis. Þá segir einnig að Steingrímur hafi veist að Halldóru með ókvæðisorðum.  Einnig kemur fram að Halldóru hafi verið brugðið og Steingrímur hafi verið vanstilltur og reiður.

Ástæðan er sú, segir Halldóra að það var sameiginlegur skilningur að slíta ætti þingfundi fyrr vegna yfirvofandi óveðurs. Ákvað Halldóra að ræða við Steingrím. Halldóra segir:

„Hann öskraði á mig fyrir framan alla þarna í hliðarherberginu. Helga Vala [Helgadóttir þingmaður Samfylkingar] var þarna líka og krafðist þess að fá að vita hvenær hann ætlaði að slíta fundi?“

Í frétt Vísis segir enn fremur að skapofsaköst Steingríms megi rekja til undirliggjandi vanda innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkarnir ná vart að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut.