Starf bókarans að gjörbreytast

Rúnar Sigurðsson, frkvstj. Svars, hjá Jóni G. í kvöld:

Starf bókarans að gjörbreytast

Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svars.
Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svars.

Er starf bókarans í fyrirtækjum meira en að breytast hratt; gæti það verið að leggjast niður? Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svars, er í mjög forvitnilegu viðtali hjá Jóni G. í kvöld. Þeir ræða símavörslu í fyrirtækjum og hvernig hún hefur gjörbreyst á tuttugu árum. Brandarar um „Bellu símamær“ heyrast ekki lengur. Og hver kannast ekki við að fá skilaboð um að hann sé númer 20 í röðinni? Rúnar rekur fyrirtækið Svar sem selur símkerfi og bókhalds- og viðskiptakerfið Uniconta. „Við erum í skýjunum,“ segir Rúnar. Og að sjálfsögðu ræða þeir Jón G. og Rúnar um starf bókarans og hvernig það er að gjörbreytast.

Nýjast