Skandinavískur stíll í forgrunni og pastellitir í miklu uppáhaldi

Parið Atli Stefán og Ægir Máni voru báðir mjög ungir þegar þeir eignuðust sína fyrstu eign og þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir keypt fleiri enn eina eign.  Þeir búa í einstaklega fallegri íbúð í Stakkholti upp á sjöundu hæð og ber hún þess sterk merki að þarna búi fagurkerar með stílhreinan og flottan stíl.  Sjöfn Þórðar heimsækir þá Atla Stefán og Ægir Mána og fær innsýn í heimilisstílinn þeirra og leyndarmálið bak við það að geta fjárfest í sinni fyrstu eign ungur á árum.  „Metnaður, eftirfylgni og setja sér markmið án þess að gera of mikla kröfur um stærð eignar skiptir máli,“ segja þeir Atli Stefán og Ægir Máni.  En hvernig heimilisstíl aðhyllast þeir Atli Stefán og Ægir Máni?  „Skandinavískur stíll er í forgrunni og pastellitir eru í miklu uppáhaldi núna,“ segir Ægir Máni sem einnig er með græna fingur og heimilið prýða margar fagurgrænar plöntur.  Missið ekki af skemmtilegu innliti í Stakkholtið til Atla Stefáns og Ægis Mána í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.