Fann fyrir skömm á íslandi: neitaði að vera á myndum með kærastanum - „að heimsækja ísland átti að vera besta ferð lífs míns“

Amy Hodgson var í fríi á Íslandi þegar hún tók ákvörðun um að breyta um lífsstíl eftir að starfsmaður Bláa Lónsins rétti henni slopp í stærðinni XXL.

Amy, sem er 24 ára gömul og starfar sem kennari segist í viðtali við MyLondon.News hafa skammast sín svo mikið fyrir stærð sína að hún hafi neitað að vera með kærasta sínum á myndum.

Eftir að hún kom heim hæti hún að borða skyndibitamat, snakk og sælgæti og hefur síðan þá farið úr 94 kílóum niður í 61 kíló eða misst samtals 33 kíló í heildina.

„Að heimsækja Ísland átti að vera besta ferð lífs míns, en mér finnst ég hafa eyðilagt hana vegna þess hvernig mér leið gagnvart þyngd minni. Ég upplifði skömm fyrir að vera í sundfötum og mér fannst það ekki vera ég. Áður en ég þyngdist var ég mjög örugg og leið vel,“ segir Amy í viðtalinu.

\"\"

Amy ákvað að fylgja svokölluðu Slimming World matarplani og segist hún hafa átt erfitt með að trúa því hversu mikinn mat hún mátti borða. Átakið fór hún í með systur sinni en fyrir þetta hafði hún reynt marga aðra megrunarkúra sem gengu illa. Eftir ferðina til Íslands tók Amy ákvörðun um að breyta mataræði sínu til frambúðar og kynntist hún þá umræddu matarplani sem gengur út á að það megi borða „Frjálsan mat.“

Kærasti Amy sem einnig heimsótti Ísland tók ekki þátt í átakinu með Amy en borðaði þó sama mat og hún. Síðan þá hefur hann misst 16 kíló í heildina. Hún segist hafa verið með mikinn kvíða áður en í dag hlakki henni til framtíðarinnar.

„Þetta hefur gefið sambandi okkar mikið vegna þess að mér líður eins og ég hafi fengið „gömlu mig til baka og við njótum þess í dag að hreyfa okkur saman með því að fara í ræktina eða fara út í göngutúr með hundinn.“