Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað fjórða hverjum kjósanda og VG þriðja hverjum frá kosningum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað fjórða hverjum kjósanda og VG þriðja hverjum frá kosningum

Samkvæmt nýrri könnun MMR fengi Sjálfstæðisflokkurinn einungis 19.1% greiddra atkvæða ef kosið yrði núna en fékk 25.2% í kosningum haustið 2017. Flokkurinn hefur glatað fjórða hverjum kjósanda sínum það sem af er kjörtímabilinu.

Enn verra er ástandið hjá flokki forsætisráðherrans. VG hefur tapað þriðja hverjum kjósanda sínum. Fylgið mælist nú einungis 11.5% en var 16.9% í kosningunum 2017.

Samfylkingin er í stórsókn, fengi 16.8% atkvæða og færi úr 7 þingmönnum í 12, bætir við sig heilum 5 þingmönnum. Viðreisn og Píratar bæta við sig 2 þingmönnum hvor flokkur.

Þannig bæta Evrópusinnuðu flokkarnir við sig 9 þingmönnum en ríkisstjórnarflokkarnir tapa samtals sjö þingsætum og er kolfallin eins og allar skoðanakannanir hafa sýnt mánuðum saman, alla vega allt þetta ár.

Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé að festast í 19% fylgi. Hver hefði trúað því að þessi flokkur sem gekk að 35-40% fylgi vísu í áratugi fengi svona útreið á því Herrans ári 2019!

Þá er VG að festast í um 10% fylgi. Varla er það uppörvandi fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem er nær rúin trausti meðal kjósenda eins og kannanir sýna ítrekað.

Nýjast