Sjáðu ótrúlega breytingu á útliti hlyns eftir að hann hætti neyslu: „ég lifði af“

„Er ekki allt í lagi að fara að setja inn myndir af því hvað neysla gerir manni í alvörunni. Sýna krökkum að neysla skilur ekkert eftir sig.“

Myndin sýnir svo sannarlega hvaða áhrif fíkniefni geta haft á líkama og útlit. Hlynur ætlaði að verða fjármálaverkfræðingur. Hann hafði aldrei prófað fíkniefni eða drukkið. Síðan eru 12 á liðin. Sex ár var hann á sterum. Í fjögur ár var hann í fíkniefnum, sat inni í 14 mánuði í brasilísku fangelsi og þá var hann í áralangri krakkneyslu. Hann kveðst nú vera búinn að snúa við blaðinu. Heldur fyrirlestra um reynslu sína. Hann segir að það sé alltaf von.

Hlynur Kristinn hefur verið án fíkniefna í rúma þrjá mánuði og kveðst þakklátur að hafa ratað út úr þeirri þoku líkt og hann orðar það og segist vera stoltur. Hlynur hefur ítrekað tjáð sig um reynslu sína og af mörgu að taka þar. Hlynur segir:

„Neyslan tekur alltaf þó að glansinn sé til staðar fyrir suma í stuttan tíma. Þá endar þetta alltaf í andlegu gjaldþroti, þar sem neyslan rænir mann öllu.

\"\"

Neyslan gerir mann tregan, hugsar vitlaust og starfsemi heilans skaðast til lengri tíma.
Neyslan kostar mann alla peninga sem maður kemst í, meira að segja lánaða peninga, þú hættir að borga af lánum og skuldum til þess að fjármagna neyslu.

Neyslan rænir mann þroska og sjálfsvirðingu. Þú svíkur sig sjálfan og aðra. Þú einangrar þig eftir ákveðinn tíma í neyslu og líður einn og yfirgefinn.

Neyslan drepur mann á endanum.

Ég er edrú.

Ég lifði af.

\"\"

Ég er heppinn því ég hefði alveg eins geta dáið. Það er ekki kúl að taka sénsinn fyrir skammtímalausn á vanlíðan, einmanaleika, skertu sjálfsmati, áfallastreituröskun eða öðru. Það er kúl að vinna í sjálfum sér! Ég tek ofan fyrir þeim sem þora að viðurkenna brestina sína og vinna í þeim. Það er nefnilega kúl að vera besta útgáfan af sjálfum sér! Það þýðir ekki fullkomnun heldur að gera sitt besta  og það er kúl að geta beðið um leiðsögn eða um hjálp.

Ég elska þig alltaf“.