„saklaus“ dæmdur sekur á reykjanesi

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þann 7. janúar síðastliðinn Innocent Osagie fyrir skjalafals. Innocent, sem á ensku þýðir einfaldlega saklaus, var dæmdur sekur og hljóðaði dómurinn uppá 40 daga fangelsi og greiðslu sakarkostnaðar að upphæð 186 þúsund.

Innocent Osagie er nígerískur ríkisborgari en hann framvísaði fölsuðum skilríkjum í flugstöð Leifs Eiríkssonar við komuna til landsins. Þar hélt Innocent fram að hann væri ítalskur ríkisborgari. Var hann dæmdur fyrir skjalafals og brot á útlendingalögum.

Innocent játaði sekt sína. Þótti hæfilega refsins vera eins og áður segir fjörutíu daga vist í fangelsi, 186 þúsund í sekt og þóknun til verjanda síns.

Hér má lesa dóminn í heild sinni.