Ríkisstörfum fækkað hlutfallslega mest á vesturlandi - fjölgaði mest á reykjanesi

Hvergi er eins lítið af ríkisstörfum en á Vesturlandi þegar tekið hefur verið tillit til fjölda íbúa og borið saman við önnur landsvæði. Suðurland kemur þar næst á eftir. Flest ríkisstörf eru á höfuðborgarsvæðinu. Ef störfum opinberra stofnana er bætt við er Vesturland og Suðurland nánast jafn slæmri stöðu þar sem minnst er af ríkisstörfum þar í samanburði við önnur landsvæði. Þetta kemur fram í Hagvísi Vesturlands.

Þegar breyting ríkisstarfa voru skoðaðar á tímabilinu 2013 til 2018 kom í ljós að hvergi fækkaði eins mikið og á Vesturlandi, eða um 5%, en fjölgunin var 28% á Reykjanesi. Fjölgun ríkisstarfa á höfuðborgarsvæðinu á þessu tímabili, upp á 1.347, hefði farið mjög langt með að leiðrétta ríkisstarfahalla þeirra landshluta sem bjuggu við hann. Hallinn taldi 1.390 störf.

Þegar Vesturland var brotið upp eftir sveitarfélögum kom í ljós að engin ríkisstörf voru í Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppi. Annars voru þau fæst í Hvalfjarðarsveit, þá Snæfellsbæ og svo á Akranesi. Þegar breyting ríkisstarfa var skoðuð eftir sveitarfélögum á Vesturlandi árin 2013 til 2018 kom í ljós að hvergi fækkaði eins mikið og í Stykkishólmi, um 24,3% og Borgarbyggð um 17,9%. Þeim hafði hins vegar fjölgað í fimm sveitarfélögum af tíu en hlutfallslega miklu minna en þar sem fækkaði.