Ögmundur efast um erindi upptökunnar í fjölmiðla

Eyjan.dv.is er með þessa frétt

Ögmundur efast um erindi upptökunnar í fjölmiðla

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, efast um gagnsemi og réttmæti uppljóstrana í kjölfar leyniupptökunnar á Klaustri. Í nýjum pistli á heimasíðu sinni ber Ögmundur þessar uppljóstranir saman við uppljóstranir Wikileaks og skrifar:

„Friðhelgin á sér margar hliðar. Ég er þannig mjög eindregið þeirrar skoðunar að Wikileaks hafi gert opnu lýðræðisþjóðfélagi gott með því að upplýsa um undirferli og ofbeldi hernaðarvelda, þar á meðal um stríðsglæpi þeirra í Írak og Afghanistan. Slíkt á alltaf og undir öllum kringumstæðum að upplýsa.

En hvað um iillmælgi um samþingmenn á Alþingi Íslendinga, orð sem látin eru falla – ansi mörg – á vínbar með palladómum, kvenfyrirlitningu og meinfýsni í garð fatlaðra einstaklinga? Allt tekið upp á segulband og birt í fjölmiðlum.

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/12/08/ogmundur-efast-um-ad-leyniupptakan-hafi-att-erindi-fjolmidla-engum-hefur-thetta-gert-gott/

Nýjast