Nú geta tilvonandi viðskiptavinir gengið um húsið, kringum það og farið upp á loft í teikningunni gegnum sýndarveruleika

Það má með sanni segja að Björn Jóhannsson landslagsarkitekt og teymið hans hjá Urban Beat séu ávallt er með puttann á púlsinum og skrefi lengra þegar kemur að hönnun og útfærslu garða, palla og einingahúsa með nýjustu tækni.  Með nýjustu tækninni hjá Urban Beat er hægt að ferðast um teikningarnar eins við séum stödd í þeim. Hvernig má það vera? Sjöfn Þórðar heimsækir Björn og fær frekari innsýn í það nýjasta sem hann og teymið hans eru að bartúsa þessa dagana. „Urban Flex húsið sem við hönnuðum fyrir hann Elias Fells í Arno.is, eingingahúsið er komið út sem tölvuleikur. Nú geta tilvonandi kaupendur fengið leikinn með sér á USB lykil og hlaðið inn í tölvuna sína. Svo geta þeir gengið um í rólegheitunum um húsið, kringum það og upp á loft,“ segir Björn og er alsæll með þessa nýju viðbót.  Missið ekki af áhugaverðri heimsókn til Björns í kvöld, þar sem Sjöfn hoppar inn í sýndarveruleikann. 

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.