Náðu að minnka almenna, óflokkaða sorpið úr 60 kílóum í 140 grömm á mánuði meðan þau bjuggu úti í sviss

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir og fjölskylda hennar fluttu heim frá Sviss í júlí á síðasta ári og meðan þau bjuggu þar úti fóru þau fjölskyldan í ákveðið lærdómsferli að minnka sorp með breyttum lífsstíl. Hin fimm manna fjölskyldan náði þeim árangri að minnka almenna, óflokkaða sorpið úr 60 kílóum í 140 grömm á mánuði sem er ótrúlegur árangur.  Þegar fjölskyldan flutti heim á síðasta ári höfðu fáir trú á því að þau gæti lifað sama lífsstíl hér á landi og þau hefðu tileinkað sér úti í Sviss.  Sjöfn heimsækir Þóru á Álftanesið og fær innsýn í lífsstíl fjölskyldunnar og góð ráð hvernig hægt er að gera betur þegar kemur að því að lifa sorplausum lífsstíl, í það minnsta að minnka heimilissorpið og leggja sitt af mörkum til sporna við þeirri vá sem blasir við í umhverfismálum heimsins.  Einnig spjallar Sjöfn við Þóru um aðdraganda að því að fjölskyldan fór í þetta lærdómsferill að tileinka sér þennan lífsstíl. „Haustið 2016 fórum við að pæla meira í ábyrgð okkar sem neytendur í tengslum við hamfarahlýnunina. Gat verið að heimili okkar fimm manna fjölskyldu væri hluti af vandamálinu um aukna hlýnun og að við bærum ákveðna skyldu til að taka þátt í að í það minnsta takmarka það?,“ segir Þóra.

„En það er hægt að gera ótal margt í þessu sambandi og það er tiltölulega einfalt og áreynslulaust ef maður tekur eitt skref í einu.  Fimm skref   hins sorplausa lífsstíls (Zero Waste) um að afþakka, draga úr, endurnýta, endurvinna og jarðgera  hafa einmitt reynst okkur sérlega gagnleg í þessum efnum,“ segir Þóra.  Meira um skrefin fimm og hvernig við getum gert betur með því að kaupa minna og vistvænna í þættinum í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.