Mynd dagsins: Brustu bæði í grát fyrir utan Costco - „Er þetta Ísland í dag?“

Mynd dagsins: Brustu bæði í grát fyrir utan Costco - „Er þetta Ísland í dag?“

Mynd dagsins að þessu sinni er skjáskot úr myndskeiði sem Lára Ólafsdóttir, eða Lára sjáandi eins og hún er gjarnan kölluð tók upp fyrir utan Costco. Lára greinir frá því í viðtali við DV að maður sem átti ekki í sig og sagðist vera atvinnulaus þriggja barna faðir ætti ekki mat til að fóðra börnin sín. Þá hafði Lára opnað sig fyrst um atvikið á samfélagsmiðlum. Þar sagði Lára:

„Þessi gekk um bílastæði Costco og grét, er þetta Ísland í dag?“

Maðurinn sem er af erlendum uppruna rétti Láru miða sem á stóð:

„Ég er þriggja barna faðir. Ég hef enga vinnu og á ekki fyrir mat handa börnunum mínum. Er möguleiki að þú getir hjálpað mér?“

Sagði Lára að bæði hún og maðurinn hefðu brostið í grát. Gaf Lára manninum allt í allt 6500 krónur. Lára segir í samtali við DV:

 „Ég fann hrikalega til með þessum manni og var farin að gráta sjálf,“ segir hún og bætir við: „Ég hef ekki getað hætt að hugsa um þennan aumingja mann síðan.“

Hér má lesa frétt Dv í heild sinni.

Nýjast