Miðflokkurinn græddi á Klaustursmálinu: „Almenningur hefur meiri skömm á viðbrögðunum sem eru ekki í takti við tilefnið“

Miðflokkurinn græddi á Klaustursmálinu: „Almenningur hefur meiri skömm á viðbrögðunum sem eru ekki í takti við tilefnið“

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, heldur fram að Miðflokkurinn hafi grætt á Klaustursmálinu en ekki tapað eins og margir halda fram. Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings telur Jakob vera einn helsta stjórnmálaskýranda fjölmiðlastéttarinnar hér á landi og spyr:

„Hvert væri fylgi Miðflokksins ef að Klausturmálið hefði ekki komið upp? Væru þeir þá nú í 20% eða kannski bara 10%? Samkvæmt skoðanakönnunum eru þeir nú með ca 12%. Getur verið að þeir hafi ekki misst neitt fylgi vegna þessa skandals - eða hafa þeir kannski aukið fylgið sitt? Nú er stórt spurt.“

Jakob Bjarnar svarar að það sé engin efi um það í hans huga.

„Þetta er svokallaður Trumpeffect. Bjálfalegir taktar eru yfirkeyrðir með yfirgengilegri vandlætingu sem þá snýst upp í andhverfu sína. Almenningur hefur meiri skömm á viðbrögðunum sem eru ekki í takti við tilefnið. Ef þú átt of æsta vini á yfirsnúningi þá þarftu enga óvini,“ svarar Jakob og Jónas spyr þá aftur:

„Ættu þá þessir yfirkeyrðu taktar ekki að auka fjölda óákveðinna?“

Jakob svarar að þetta svipi til listarinnar, það verði að vera túlkunarrými. Jakob bætir við: „Hópur, miklu minni en öskrin og lætin gefa til kynna, linnir ekki látunum og vill troða sinni vandlætingu niður um kok almennings þá kemur að því að fólk hugsar:

„Æji, þegiðu.“

Jakob segir að framkoma þeirra hafi verið til skammar en hver og einn geti sett sig í spor Miðflokksmanna um að segja hluti undir áhrifum sem betur hefði verið ósagt. Jakob bætir við:

„ ... og hvað þá þegar um er að ræða leynilega upptöku. Og þegar fólki er sagt látlaust aftur og aftur hvað því á að finnast þá fer það að virka öfugt. Ég held að það hafi komið það móment í þetta mál.“

Nýjast