Merkingar á matvælum

Það er margt sem er áhugavert þegar það kemur að merkingum á matvælum og framleiðendur reyna oft á tíðum að villa fyrir okkur neytendum. Einfalt dæmi er safaferna sem er með flennistóra mynd af jarðarberi á umbúðinum sem aðeins inniheldur 2% jarðaberjaþykkni. Það þýðir að 98% af innihaldinu er ekki jarðaberjaþykkni en ekki er mynd af neinu öðru innihaldi á umbúðunum. Það er auðvitað lang best að kaupa einn ávöxt eins og appelsínu og setja í blandara með vatni. Það er bæði ódýrt og þá fáum við trefjarnar með sem hægja á upptöku sykur sem gerir það að verkum að blóðsykurinn er jafnari.  

-Vörur geta í raun borið hvaða nafn sem er án þess að það segi til um innihald hennar. Dæmi er hunangs og hnetu Cheerios eða Honey Nut Cherrios. Það eru engar hnetur í þessari tegund Cheerios, ekki ein. Það eru ekki einu sinni möndlur heldur er aðeins möndlubragðefni. Möndlubragðefni er yfirleitt unnið úr ferskjum og apríkósum.

-Þegar matvæli eru erfðabreytt er ekki gefið til kynna hvaðan genið sem bætt var í matvælin kemur. Þetta getur skipt miklu máli. Sem dæmi um þetta má nefna sojabaunir. Það var þekkt að nota gen frá hnetum til að erfðabreyta sojabaunum og nú eru margir sem hafa hnetuofnæmi einnig með ofnæmi fyrir sojabaunum. Sojabaunir er merktar sem ofnæmis- og óþolsvaldur í matvælum í dag.

-Vörur sem eru staðsettar í heilsudeildinni inni í stórverslunum þurfa ekkert að vera hollar. Örfandi orkudrykkir eru oft staðsettir innan um heilsuvörur þar sem einstaklingar eiga það til að drekka þessa drykki fyrir eða inni í líkamsrækt. Lang flestir þeirra eru óhollir og það sést auðveldlega þegar lesið er á innihaldslýsinguna. En þar með er rauði þráðurinn í þessum skrifum mínum kominn. Það þarf að lesa á innihaldslýsingar og gera það með gagnrýnni hugsun.

Besti kosturinn fyrir mig er að velja lífrænt, þá eru ekki notuð aukaefni né eitur á matvælin. Það tryggir ákveðin gæði í ræktuninni sem skiptir miklu máli. Öll þessi aukaefni hrannast upp í líkamanum okkar og því fleiri sem við innbyrgðum því erfiðara er fyrir líkamann að skila þeim út. 

Borðum hreinan mat sem vex á trjánum eða í moldinni.