GAGNRÝNIR AFSÖKUN LÖGREGLUNNAR

Vopnaður lögreglumaður á slysstað í Ljósavatnsskarði:

GAGNRÝNIR AFSÖKUN LÖGREGLUNNAR

Myndin var tekin á slysstað sl. þriðjudag.
Myndin var tekin á slysstað sl. þriðjudag.

Hringbraut birtir hér að ofan mynd af vopnuðum lögreglumanni á Norðurlandi við slysstað í Ljósavatnsskarði. Myndin var tekin á þriðjudag.

Lögreglan hefur gefið þá skýringu að lögreglumaðurinn hafi verið á flugæfingu sem hafi kallað á vopnaburð þegar kall kom  vegna umferðarslyss. Lögreglumaðurinn hafi ekki getað skilið við sig byssuna vegna þess að ekki hafi verið læstur vopnakassi í bílnum.

Vegfarandi sem Hringbraut ræddi við og kom að árekstrinum í Ljósavatnsskarðinu segist vonast til að hann verði ekki oftar stoppaður af vopnuðum lögreglumanni við slysstað, en umferð tepptist um þjóðveginn um skeið vegna slyssins.

„Þegar ég sá einn þarna með skammbyssuna í beltinu þá fannst mér það bara ekki í lagi.“

Viðmælandi Hringbrautar sem óskar nafnleyndar telur það lélega afsökun hjá löggunni að hún hafi ekki getað skilið byssuna eftir í löggubílnum.

„Bíddu, er það þá þannig ef ég er að koma af rjúpu með haglabyssu í skottinu að ég verði að taka byssuna út með mér ef ég ek fram á umferðarslys og ætla að stumra yfir fólki. Þarf ég að gera það með haglabyssuna á mér?“

Nýjast