MAGNÚS ORRI SCHRAM Í FRAMBOÐ

Leikar æsast:

MAGNÚS ORRI SCHRAM Í FRAMBOÐ

Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar hefur opnað nýja heimasíðu þar sem fram kemur að hann býður sig fram til formanns Samfylkingarinnar.

Hann birtir á síðu sinni myndir fjölmargra stuðningsmanna úr Samfylkingunni. Fréttablaðið greindi fyrst frá ákvörðun þingmannsins.

Fram kemur í upplýsingum á heimasíðunni að Magnús Orri muni berjast fyrir jafnaðarmennskunni með kjafti og klóm. Hann sé eitt fjögurra barna einstæðrar móður þar sem tekjur af blaðasölu hafi snemma þurft að efla til að allir hefðu í sig og á.

Helgi Hjörvarr hefur einnig boðið sig fram til formannsembættis Samfylkingar en flokkurinn á mjög í vök að verjasr fylgislega skv. skoðanakönnunum undir stjórn Árna Páls Árnasonar. Árni Páll hefur ekki gefið upp hvort hann sækist áfram eftir formennsku.

Nýjast