Keyptu umdeilt hús á 100 milljónir: setja það nú aftur á sölu aðeins 2 árum síðar - myndir

„Við höf­um verið að skoða þetta núna í ár varðandi ferðaþjón­ustu eða menn­ing­ar­stofn­un hjá okk­ur. Við vild­um líka kanna hvort það væri ein­hver ann­ar sem vildi reka húsið sem slíkt – eða búa þar.“

Þetta segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi í samtali við Morgunblaðið. Húsið sem ber heitið Ráðagerði var keypt af bænum í ársbyrjun 2018. Nýtti bærinn sér forkaupsrétt og stóð til að vera með menningartengda starfsemi.

Ráðagerði er gömul hjáleiga frá Nesi og stendur vestast á Seltjarnarnesi í hina vinsæla útivistarsvæði, Gróttu. Húsið var mjög mikið endurnýjað árið 1997 eftir að hafa staðir autt í nokkur ár. Húsið er timburhús á hlöðnum kjallara.

Í lýsingu segir að húsið sé 240 fermetrar. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, tvö baðherbergi og kostar það nú 105 milljónir króna.

\"\"

Þórður Jónsson hafnsögumaður byggði húsið en hann er skráður eigandi að Ráðagerði árið 1876 og bjó þar til ársins 1909. Í umfjöllun um húsið á vef Morgunblaðsins segir:

Óvíða á byggðu bóli er eins mikið útsýni og í Ráðagerði. Fjallahringurinn í hæfilegri fjarlægð, eyjarnar á Sundunum, Snæfellsjökull í öllum sínum myndum og Grótta sem lengi var útvörður byggðra bóla á Seltjarnarnesi.

Kaup Seltjarn­ar­nes­bæj­ar á hús­inu voru afar um­deild og fannst bæjarbúum of mikið að bærinn væri að festa kaup á húsi fyrir 100 milljónir. Jafnframt væri það ekki í verkahring bæjarins að standa í rekstri á kaffihúsi. Ásgerður vildi ekki meina að það hefði verið röng ákvörðun að kaupa húsið, þó svo að það sé nú komið aftur á sölu eftir aðeins tvö ár frá því að bærinn festi kaup á eigninni.

\"\"

\"\"

\"\"

\"\"

\"\"

\"\"

\"\"