Jón ósáttur og segir um flutning Aldísar: „Nú ber að skipta um þjóð í landinu“

Jón ósáttur og segir um flutning Aldísar: „Nú ber að skipta um þjóð í landinu“

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Frjálslyndaflokkinn er ósáttur við ljóðið sem Aldís Amah Hamilton flutti sem fjallkonan. Þá gagnrýnir hann einnig ræðu Katrínar Jakobsdóttur. Jón Magnússon tjáir sig á Facebook og hafa þessi ummæli strax vakið athygli og fengið deilingar en hann segir:

Það hvarflaði að mér þegar ég hlustaði á fjallkonuna og forsætisráðherra á þjóðhátíðardaginn að boðskapurinn væri: „Nú ber að skipta um þjóð í landinu, þar sem þessi hefur í engu dugað í 1000 ár og taka upp fjölmenningu í stað þjóðlegrar menningar.“

Áður hafði Aldís Amah Hamilton verið gagnrýnd af fámennum grúppum á Facebook líkt og kom fram á DV. Þrátt fyrir að vera fædd og uppalin hér á landi hafa íslenskir rasistar fundið að því að hún sé dökk á hörund og faðir hennar sé frá Bandaríkjunum og því ekki rétt að hún skildi bregða sér í hlutverk fjallkonunnar, fyrst kvenna af erlendum uppruna. Jón Magnússon spyr síðan:

„Hvað er annars fjölmenning? Að samsama menningu sína með fólki, sem neitar að aðlaga sig að okkar menningu og vill hafa sína einmenningu? Eða er hún eitthvað annað?“

Þessu svarar Gunnar Smári Egilsson formaður sósílistaflokksins á þessa leið:

„Íslensk menning er ágætt dæmi um fjölmenningu. Fornbókmenntirnar urðu til af sambræðing norsk tungumáls og keltneskrar sagnahefða, ljóð sjálfstæðisbaráttunnar eiga rætur í kynnum íslenskra skálda af germanskri rómantík, ný tónlist á Íslandi á rætur í hingað komu miðevrópskra tónlistarmanna sem stofnuðu hljómsveitir og tónlistarskóla, íslensk nútímamyndlist lifnaði við þegar hingað kom svissneskur listamaður í blóma og svona mætti lengi telja upp.“

Nýjast