Jóhannes hættir: „Mér vitanlega voru þetta foreldrar barna sem ég hef aldrei þjálfað“

Fréttir af öðrum miðlum: DV.is

Jóhannes hættir: „Mér vitanlega voru þetta foreldrar barna sem ég hef aldrei þjálfað“

Jóhannes Albert Kristbjörnsson segir að sér hafi nýlega verið sagt upp störfum sem þjálfari yngri flokka hjá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Jóhannes harmar uppsögnina sem hann segir að sé til komin vegna óskar einhvers hluta foreldra barna sem æfa hjá deildinni. Segir hann að unglingaráð deildarinnar hafi ákveðið að segja honum upp vegna umkvartana foreldra 10 ára pilta. Hafi foreldrarnir sagst ætla að fara með börnin frá félaginu yrði hann þjálfari. Hins vegar hefur hann ekki fengið að vita hve stór hluti foreldra 10 ára piltanna hafi sett sig upp á móti því að hann þjálfaði drengina né hver væri ástæðan fyrir þessari hörðu afstöðu þeirra.

Þetta er brot úr frétt DV. Hér má lesa fréttina í heild sinni.

Jóhannes, sem auk þjálfunar er starfandi héraðsdómslögmaður, á að baki langan og glæstan feril hjá Njarðvík, bæði sem leikmaður og síðar sem þjálfari yngri flokka.

„Mér vitanlega eru þetta foreldrar barna sem ég hef aldrei þjálfað áður en mögulegt er að þarna í hópnum sé foreldri eldra barns sem ég þjálfaði án vandkvæða í nokkur ár. Mér þykir leiðinlegt að þetta hafi farið svona því ég hef þjálfað í mörg ár hjá Njarðvík og ávallt gengið vel,“ segir Jóhannes

Þegar blaðamaður gengur á eftir Jóhannesi varðandi það að tiltaka mögulegar ástæður fyrir óánægjunni og uppsögninni nefnir hann til sögunnar eitt tiltekið atvik:

„Fyrir nokkrum mánuðum kepptu A- og B-lið flokks sem ég þjálfaði ásamt öðrum hvort gegn öðru í átta liða úrslitum Íslandsmóts. Vegna síðbúinna forfalla hins þjálfarans sem stýrt hafði A-liðinu var foreldri úr þeim hópi fengið til að stýra liðinu. Leikurinn átti að vera skemmtun enda vinkonur að spila á móti vinkonum, getumunur talsverður og aðalatriðið að enginn meiddist. Þetta var mögulega einnig síðasti keppnisleikur nokkurra stúlkna úr B-liðinu. Segja má að eina markmiðið sem náðist var að enginn leikmaður meiddist. Allt annað fór úrskeiðis og ég var mjög ósáttur með framkomu A-liðs stúlkna við vinkonur þeirra í B-liðinu,“ segir Jóhannes en svo fór að A-liðið rústaði B-liðinu sem Jóhannesi fannst vera ódrengileg framkoma. Varð nokkur hvellur af þessu máli en Jóhannes veit ekki hvort þær deilur skipta hér máli.„Engir fundir voru haldnir hjá Unglingaráði vegna þessa atviks og engir formlegir eftirmálar en ég steig til hliðar varðandi lokaundirbúning A-liðsins fyrir úrslit Íslandsmótsins vegna þess að ég vildi ekki hafa neikvæð áhrif á leikmennina.“

Þetta er brot úr frétt DV. Hér má lesa fréttina í heild sinni.

Nýjast