Íslendingur vann 124 milljónir í Lottó

Íslendingur vann 124 milljónir í Lottó

Einn íslenskur áskrifandi hafði heppnina með sér í kvöld þegar dregið var í EuroJackpot. Um 2. vinning er að ræða sem skiptist á milli Íslands og Ungverjalands og fá vinningshafarnir rúmar 124 milljónir króna hvor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Þar segir enn fremur:

„Gaman er að segja frá því að þetta er í annað sinn á innan við ári sem 2. vinningur kemur til Íslands. 1. vinningur gekk ekki út í kvöld en fimm skiptu með sér 3. vinningi og fær hver um sig rétt tæplega 35 milljónir.“

Nýjast