Hver á að stjórna rúv?

Nýráðinn útvarpsstjóri segir í viðtali við hinn gagnmerka fjölmiðil, Kjarnann, að stjórnmálamenn verði af gefa RÚV skýr skilaboð hvar eigi að skera niður í rekstri þess fari svo að auglýsingatekjur verði skertar. Ég minnist þess ekki að útvarpsstjórar hafi krafist þess að stjórnmálamenn gæfu skýr skilaboð um hvernig ráðstafa ætti auknum tekjum RÚV síðustu ár. Fullyrða má að hvers kyns afskipti stjórnmálamanna af rekstri RÚV yrðu túlkuð sem aðför að sjálfstæði þess. Ég mun því ekki gefa nýjum útvarpsstjóra fyrirmæli um hvar skuli skera niður í rekstrinum komi til tekjuskerðingar.

Það er ekki að ástæðulausu að settar eru stjórnir og forstjórar yfir ríkisstofnanir. Stundum er gengið svo langt til að tryggja sjálfstæði ríkisstofnana að þær eru gerðar að opinberu hlutafélagi, eins og RÚV. Þeir sem hafa reynslu af því stjórna slíkum stofnunum og hlutafélögum þekkja vel að þurfa bregðast við lægri tekjum og vita að til þess er ætlast að þeir bregðast við samdrættinum með endurskoðun á rekstrinum og forgangsröðun. Yfirstjórn RÚV hlýtur að geta það eins og aðrir án afskipta stjórnmálamanna.

Þekkt er sú viðbára nýráðins útvarpsstjóra að RÚV geti ekki uppfyllt skyldur sem sett er á stofnunina í lögum komi til skerðingar á tekjum. Það þarf ekki að halda út mörgum útvarps- og sjónvarps rásum svo gott sem allan sólarhringinn alla daga vikunnar til að sinna lögbundnu hlutverki RÚV. Þykist vita að lögbundið hlutverk ríkisútvarps Færeyja sé svipað eða það sama og RÚV en kostnaðurinn talsvert minni.