Hrafn gáttaður á gjöfinni: „þetta er alveg fáránlegt.“

„Finnst þingmönnum jafnaðarmanna rétt gefið, þegar hálaunafólk við Austurvöll fær 180.000 krónur í jólabónus en gamalt fólk og öryrkjar (sumir, í besta falli) fá 44.000 þús.? Hvar, ó, hvar, eru þeir hugsjónaríku þingmenn sem vakna á morgnana, brimandi af þörf til að láta gott af sér leiða?“

Að þessu spyr Hrafn Jökulsson rithöfundur í færslu á Facebook. Alþingismenn fá 181.887 krónur í desember uppbót. Björn Leví Gunnars­son, þing­maður Pírata, birtir nýverið á Facebook síðu sinni yfir­lit yfir þá desem­ber­upp­bót sem þing­menn hafa fengið. Þingmanninum finnst bónusinn alltof hár en hann segir.

„Ég átta mig ekki á því hvernig þetta er reiknað út. Þetta er í rauninni alveg fáránlegt.“

Hrafn gagnrýnir þetta líka, birtir mynd af 18 tíuþúsundkróna seðlum og segir:

„Jólabónusinn við Austurvöll: Átján Jónasar. Gamalt fólk og öryrkjar fá að jafnaði rúmlega 20 þúsund. Gleðileg jól.“