Heimildamyndin everest base camp trek: nepal sýnd á hringbraut í kvöld

Í kvöld klukkan 20:00 sýnir Hringbraut heimildamyndina Everest Base Camp Trek: Nepal. Hún segir frá vinahópi sem kennir sig við Ísbirni og lagði af stað í leiðangur upp í grunnbúðir Everest, hæsta fjalls heims, í Nepal.

Everest Base Camp Trek er fræg gönguleið upp Khumbudalinn í Nepal og endar þar sem settar eru upp grunnbúðir á hverju vori fyrir þá sem ætla að sigra hæsta fjall heims. Á leiðinni upplifa vinirnir stórkostlega náttúru og framandi menningu, enda Nepal einstakt land.

\"\"

Gangan er að hluta í mikilli hæð og þurfti vinahópurinn því að takast á við þunna loftið. Hópurinn var samstilltur og ríkti mikil gleði alla daga. Þetta er ferðalag sem lætur engan ósnortinn.

Ferðin var farin haustið 2018 á vegum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna. Fararstjóri var Leifur Örn Svavarsson.